Sparkvöllur við Barnaskólann, framkvæmdir hefjast
Vestmannaeyjabær óskaði nýverið eftir tilboðum, í lokuðu útboði, í gerð sparkvallar við Barnaskólann. Um er að ræða samstarfsverkefni bæjarins og Knattspyrnusambands Íslands. Völlurinn verður með gervigrasi og verður stærð hans 18 metrar á breidd
Vestmannaeyjabær óskaði nýverið eftir tilboðum, í lokuðu útboði, í gerð sparkvallar við Barnaskólann. Um er að ræða samstarfsverkefni bæjarins og Knattspyrnusambands Íslands. Völlurinn verður með gervigrasi og verður stærð hans 18 metrar á breidd og 33 metrar á lengd. Gert er ráð fyrir girðingu (böttum) í kringum völlinn og lýsingu. Framkvæmdir við völlinn hófust með fyrstu skóflustungu tveggja nemenda seinasta laugardag, á degi skólans. Völlurinn á að vera tilbúinn til notkunar áður en starfsemi skólans hefst að afloknu sumarleyfi.
Tvö tilboð bárust í verkþáttinn sem boðinn var út, frá eftirtöldum aðilum:
- Einar og Guðjón s.f., 3.110.624.- kr., 91,8% af kostnaðaráætlun.
- Steini og Olli ehf., 4.386.400.- kr., 129,3% af kostnaðaráætlun.
- Kostnaðaráætlun 3.390.308.- kr..
Heildarkostnaðaráætlun við gerð sparkvallarins er um 5 milljón krónur.
Umhverfis- og framkvæmdasvið