Sparkvellir
Sparkvellir eru nú teknir að rísa víða um landið. Þessa frétt er frá Fjarðarbyggð. Eins og menn muna munu rísa tveir slíkir hér í Vestmannaeyjum, annar við Barnaskólann 2005 og hinn við Hamarsskólann 2006
Þann 2.desember sl. var var formlega vígður gervigrasvöllur við Nesskóla á Norðfirði, sem byggður var í samvinnu við KSÍ.
Frá KSÍ komu góðir gestir, þeir Eyjólfur Sverrisson, Jóhann Kristinsson og Birkir Sveinsson sem báðir eru Norðfirðingar og starfa hjá sambandinu. Eyjólfur og Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri, klipptu á borðann og gefnar voru góðar gjafir. Að vígslu lokinni var boðið til veislu í hátíðarsal Nesskóla, þar sem bornar voru fram ljúffengar veitingar sem elstu nemendur skólans sáu um að stærstum hluta, með miklum myndarbrag.
Fjarðabyggð fékk úthlutað 2 völlum í sparkvalla átaki KSÍ og verður sá seinni úr þeirri úthlutun reistur við grunnskólann á Eskifirði á næsta ári.
Fræðslu-og menningarsvið Vestmannaeyja.