20. desember 2004

Slökkviliðið í Eyjum tekur í notkun öryggistæki fyrir reykkafara.

Nú á haustdögum  höfum við í slökkviliðinu verið að æfa okkur með notkun á tækjum sem vakta reykkafara við þeirra störf. Búnaðurinn er þannig uppbyggður að reykkafarinn er með vaktbúnað á sér þannig að ef eitthvað kemur uppá l

Nú á haustdögum  höfum við í slökkviliðinu verið að æfa okkur með notkun á tækjum sem vakta reykkafara við þeirra störf. Búnaðurinn er þannig uppbyggður að reykkafarinn er með vaktbúnað á sér þannig að ef eitthvað kemur uppá lætur tækið vita . Einnig er vakttafla fyrir utan köfunarstaðinn sem slökkviliðsmaður gætir og skráir bæði loftmagn og tíma. Kaupin á þessum búnaði voru alfarið styrkt af Kiwanisklúbbnum Helgafelli hér í Eyjum og þökkum við í slökkviliðinu fyrir veittan stuðning í gegnum árin.

 

                  Ragnar Þór Baldvinsson slökkviliðsstjóri.


Jafnlaunavottun Learncove