28. apríl 2004

Skrifstofuhúsnæði óskast fyrir Nýsköpunarstofu

Skrifstofuhúsnæði óskast fyrir Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja.  Skrifstofuaðstaðan þarf að vera 80 til 150 fm. auk kaffistofu og/eða fundarherbergis og salernis.  Húsnæðið þarf að vera á jarðhæð og möguleika á aðgengi fyrir

Skrifstofuhúsnæði óskast fyrir Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja.  Skrifstofuaðstaðan þarf að vera 80 til 150 fm. auk kaffistofu og/eða fundarherbergis og salernis.  Húsnæðið þarf að vera á jarðhæð og möguleika á aðgengi fyrir fatlaða.

Húsnæðinu þarf að fylgja þjónusta á sviði prentunar, pappírs, ljósritunar, Internetþjónusta (lágmark 4mb tenging), afritataka og þrif.

Vinnuumhverfið þarf að vera opið eða stíað af með léttum færanlegum skilrúmum. Auk þess þarf að fylgja að lágmarki 3 skrifborð með tölvuborðum.

Húsnæðið þarf að vera tilbúið með öllum búnaði í síðasta lagi 10. maí 2004.

Tilboðum skal skila fyrir kl. 12:00 á hádegi miðvikudaginn 5. maí 2004 á netfangið sigurjon@vestmannaeyjar.is

fh. Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja

Sigurjón Haraldsson, frkv.stj.


Jafnlaunavottun Learncove