30. janúar 2004

Skólamálin í Eyjum 2004

Innlegg frá Guðrúnu Helgu Bjarnadóttur leikskólafulltrúa í skólamálaumræðuna Ég ætla að reyfa á nokkrum hugmyndum varðandi grunnskólana. Ég geng annars vegar út frá því að skólarnir v

Innlegg frá Guðrúnu Helgu Bjarnadóttur leikskólafulltrúa í skólamálaumræðuna

Ég ætla að reyfa á nokkrum hugmyndum varðandi grunnskólana. Ég geng annars vegar út frá því að skólarnir verða sameinaðir og skipt upp í barnadeild og unglingadeild, hins vegar að það skipulag sem er í dag haldi sér, en meiri samvinna verði á milli skólanna.

Efsta stig,miðstig og yngsta stig. . Rökin með og á móti eru svipuð hjá stigunum, fer þó eftir aðstæðum hverju sinni.

Helstu kostir sameiningar eru að mínu mati:

a. Félagslega:

Elsta- og miðstig: Aukið félagaval, en á þessum aldri er gott að eiga aðgang að félögunum sem eru með manni í fótbolta, fermingarsytkini og öðrum áhugamálum. Veitir einnig meiri samkennd. Hafna því alfarið að einelti aukist við aukinn fjölda, það er jafnmikið um einelti í litlum hópum, því miður. Einelti er einmitt hægt að stöðva með því að allur hópurinn er meira saman en í sundur.

Elsta stigið: Sameiginleg árshátíð, klúbba/félagskvöld í skólanum, ferðalög o.þ.h.

Yngsta stig: Skiptir ekki máli úr hvaða leikskóla eða hverfi þú kemur, þú þekkir alltaf einhverja.

b. Námslega:   Þetta er aðalatriðið að mínu mati.

Elsta stig: Við fjölgun nemenda í hverjum árgangi fyrir sig er hægt að auka möguleika á vali verulega

Öll stig: Hægt að skipta bekkjum upp í öllum fögum miðað við námsgetu, ef það er stefnan að getuskipta yfirleitt. Þá eru ekki sumir alltaf saman, en flestir einhvern tímann saman í bekk. Minnkar möguleika á einelti - flestir kynnast flestum.

Hvetjandi fyrir þá sem eru getumeiri að vera með fleiri krökkum í "liði". Því miður er það of oft þannig að þeir sem eru getumeiri er haldið niðri, vegna þeirra sem eru getuminni.

c. Fjárhagslega:

Elsta stig: Sameiginleg aðstaða, það er vitað mál að krakkar á þessum aldri þurfa félagsaðstöðu við hæfi innan skólans, klúbbastarfsemi o.þ.h. Með því að hafa þetta á einni hendi sparar það bæði vinnu nemenda og foreldra fyrir fjáröflun og fé bæjarfélagsins.

Sparar starfsfólk að einhverju leiti, t.d. varðandi hádegismatinn, "gæslu" á kvöldin þegar eitthvað er um að vera hjá krökkunum og betri nýting á kennurum sem ég tel kost, því vonandi verða þá þeir hæfustu fyrir vali í hverri námsgrein fyrir sig og enginn þarf að taka "eitthvað að sér" því kennara vantar í viðkomandi grein.

Það verður að bjóða upp á skólaakstur vegna fjarlægðar. Gott skipulag á því, ætti ekki að vera það dýrt að sameiningin borgi sig ekki vegna þess. Enda hlýtur akstur sem þessi að vera boðinn út eða rekinn af sveitarfélaginu.

Færri stjórar, það er deildarstjórar o.þ.h.

d. Aðrir kostir:

i. Sameiginlegt skóladagatal. Þá ætti ekki að skipta máli þótt systkini er í sitt hvorum skólanum. Próf á sama tíma, frí á sama tíma og skólinn hefst og endar á sama tíma.

ii. Auðveldar samstarfsverkefnið Brúum bilið, verkefni milli leik- og grunnskóla. Með því að sameina yngstu bekkina eru félagar úr leikskólunum, hverfinu, frændur og frænkur saman í skóla og jafnvel í sama bekk (oft notað sem rökstuðningur fyrir að setja barnið sitt í annan skóla en þau eiga að fara í skv. hverfaskiptingu)

 Helstu gallar:

a. Félagslega:

i. Keppni á milli skóla yrði engin eins og gefur að skilja. Þá verður að leita út fyrir skólann eða hafa keppni á mili bekkja.  

b. Námslega:

i. Hver árgangur yrði ?stokkaður upp". Einhverjum gæti þótt það erfitt, að fá marga nýja bekkjarfélaga og missa aðra.

ii. Enginn metingur um ?betri skóla og/eða einkunnir" þar sem skólinn er einn.  Verður því að bera sig saman út fyrir bæjarfélagið (sem er líka kostur)

c. Fjárhagslega:

i. Nýr gjaldaliðill, eða skólaaksturinn.

ii. Möguleiki að einhver missti vinnuna, þó ekki víst.

Hugrenningar í lokin:

i. Ef niðurstaðan yrði sameining, þá álít ég að hún hafi tekist vel ef a.m.k. 1 af 3 þáttum verði betri, og tveir standi í stað. T.d. ef náms- og félagslegi þátturinn verði betri, en fjárhagsliðurinn standi í stað t.d. með nýjum galdliðum s.s. skólaakstri þá teldi ég það samt þess virði.  Ef einhver þáttur verði verri við sameiningu þá er betra heima setið en af stað farið.

ii. Með því að skipta skólanum í tvennt, þá er einnig nauðsynlegt að bjóða upp á samfellda þjónustu fyrir alla aldurshópa og leggja niður skóladagheimilis-hugsunina eins og hún hefur verið.

iii. það er alltaf spurning hvar ætti að skipta, 1-5 og 6-10 bekkur, þ.e. jafnt, eða 1-6 og 7-10, því gera verður ráð fyrir auknu félagslegu rými eftir því sem þau eru eldri. 

Ef sameining yrði ekki fyrir valinu:

1. Öll skólastig:Skipulag á stundaskrá og skóladagatali væri samræmd.

2. Elsta stig: Valið væri t.d. í fyrstu tveimur tímunum á morgnanna og krakkarnir færu þá á milli skóla eftir því hvar þeirra val væri.

Auðvitað er hægt að bjóða upp á val þannig að þau geta farið á milli skóla, en þá eru þau að þvælast á milli á skólatíma og það finnst mér frekar vera ókostur.

Að lokum óska ég ykkur velfarnaðar við framhaldið. Kannski hafa allir þessir punktar komið fram áður, en þetta eru a.m.k. mínar hugrenningar.

Guðrún Helga Bjarnadóttir

móðir og leikskólafulltrúi í fæðingarorlofi.


Jafnlaunavottun Learncove