1. nóvember 2024

Framkvæmdir hafnar við Hásteinsvöll!

Skóflustunga vegna upphafsframkvæmda gervigrasvallar á Hásteinsvelli var tekin föstudaginn 1. nóvember. 

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri, Erlingur Guðbjörnsson formaður framkvæmdar- og hafnarráðs, iðkenndur yngri flokka ÍBV þau Ísey María Örvarsdóttir og Birgir Nilsen Birgisson tóku skóflustungu við upphaf framkvæmda á gervigrasi á Hásteinsvelli. 

Framkvæmdir vegna jarðvinnu og lagna er í útboðsferli og verður opnun tilboða 7. nóvember næst komandi. Áætla má að framkvæmdir hefjist um miðjan nóvember. Gert er ráð fyrir að völlurinn verði tilbúinn í maí á næsta ári.

„Þetta er mjög ánægjulegur dagur fyrir okkur Eyjamenn og mun þessi aðstaða gerbreyta allri vetraraðstöðu til æfinga og keppni í knattspyrnu“ Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri.

Hörður Orri Grettisson formaður ÍBV sagði einnig að þetta væri frábær dagur fyrir félagið og mikið fagnaðarefni fyrir knattspyrnuna í Vestmannaeyjum að þessi framkvæmd sé loks að verða að veruleika.

462546277_540754958695279_4418811950408307877_n


Jafnlaunavottun Learncove