9. september 2025

Skipulagsáætlanir við Ofanleiti

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 11. júní 2025 að auglýsa skipulagsáætlanir við Ofanleiti skv. Skipulagslögum 123/2010.

Vestmannaeyjabæjar auglýsir tillögu að breyttu Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 við Ofanleiti vegna breyttra skipulagsmarka athafnasvæðis AT-4, Frístundabyggðar F-1 og Landbúnaðarsvæðis L-4. Samhliða er auglýst nýtt Deiliskipulag athafnasvæðis við Ofanleiti og breyting á Deiliskipulagi frístundabyggðar við Ofanleiti, ásamt umhverfismats skýrslu.

Skipulagsgögn má finna á útprentuðu formi í afgreiðslu í Ráðhúsi Vestmannaeyja og á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 við Ofanleiti

Gert er ráð fyrir breyttum skipulagsmörkum Athafnasvæðis AT-4 þar sem lóð við Ofanleitisveg 26 sem nú tilheyrir Frístundabyggð F-1 og syðsti partur Landbúnaðarsvæða L-4 færast yfir á landnotkunarreit AT-4. Við þetta stækkar landnotkunarreitur AT-4 úr 0,7 í 1,3 ha. Í skilmálum aðalskipulags er gerð grein fyrir áherslum er varða umhverfis frágang.

Í greinargerð tillögu að breyttu aðalskipulagi er lögð fram sameiginleg umhverfismatsskýrsla fyrir skipulagsáætlanirnar.

Mál nr. 973/2023 í Skipulagsgátt.

Tillaga að nýju Deiliskipulagi athafnasvæðis við Ofanleitisveg

Tillaga að nýju Deiliskipulagi athafnasvæðis við Ofanleitisveg gerir ráð fyrir að lóð við Ofanleitisveg 26 færist út fyrir mörk Deiliskipulags frístundabyggðar við Ofanleiti og verði hluti af Deiliskipulagi athafnasvæðis við Ofanleitisveg. Einnig verða stofnaðar tvær nýjar lóðir í suður enda svæðisins á landi sem nú tilheyrir Landbúnaðarsvæði L-4.

Frá vinnslutillögu hafa bæst við byggingarreitir við Ofanleitisveg 28 og við Ofanleitisveg 33-37. Gert er ráð fyrir eftirfarandi byggingarreitum á lóðum athafnasvæðisins.

  • Ofanleitisvegur 25 (Heildverslun Karls Kristmanns) - Gert ráð fyrir einum nýjum byggingarreitum, hámarks byggingarmagn samtals 464 m2 og hámarkshæð 5,0 m.
  • Ofanleitisvegur 26 (Emmuskemma/Friðarból) – Lóð færð af landnotkunarreit F-1 yfir á AT-4. Gert ráð fyrir fjórum nýjum byggingarreitum fyrir geymsluhúsnæði, hámarks byggingarmagn samtals 910 m2 og hámarkshæð 4,0 m.
  • Nýjar lóðir við Ofanleitisveg 30 og 30a – Landnotkun færist frá L-4 yfir á AT-4. Gert er ráð fyrir tveimur nýjum byggingarreitum. Hámarksbyggingarmagn samtals 468 m2 og hámarkshæð 4,0m.
  • Ofanleitisvegur 28 – Gert er ráð fyrir byggingarreit 240 m2, hámarkshæð 4,0 m.
  • Ofanleitisvegur 33-37 – Gert er ráð fyrir tveim nýjum byggingarreitum, 6x15 metrar að stærð og 6 metra í hámarksvegghæð við suðvestur og norðaustur enda hússins.

Settir eru fram skilmálar varðandi umhverfisfrágang, svo sem manir, lýsingu, geymslu lausamuna og byggingarefni.

Mál nr.143/2025 í Skipulagsgátt.

Tillaga að breytingu á Deiliskipulagi frístundabyggðar við Ofanleiti

Tillaga að breytingu á Deiliskipulagi frístundabyggðar við Ofanleiti gerir ráð fyrir að lóð við Ofanleitisveg 26 færist út fyrir mörk Deiliskipulags frístundabyggðar í Ofanleiti og verði hluti af nýju Deiliskipulagi athafnasvæðis í Ofanleiti. Auk þess eru fjarlægð svæði fyrir rotþró, sorp og sparkvöll.

Mál nr.145/2025 í Skipulagsgátt.

Umsagnir skulu berast í gegnum Skipulagsgátt eða skriflega í afgreiðslu Ráðhúss. 

Veittur er frestur til og með 21. október 2025 til að skila athugasemdum vegna málsins.

  • Athafnasvaedi-vid-Ofanleitisveg-asyndarmyndir
  • Breytt-adalskipulagsmork
  • Asynd-AT-4

Jafnlaunavottun Learncove