18. mars 2005

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur tónleika í Vestmannaeyjum 19. mars

- "einhver besti píanóleikari sem hér hefur komið fram?Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur í hljómleikaferð um næstu helgi og heimsækir Vestmannaeyjar.Fyrirhugaðir eru tónleikar í Höllinni í Vestmann

- "einhver besti píanóleikari sem hér hefur komið fram?
Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur í hljómleikaferð um næstu helgi og heimsækir Vestmannaeyjar.

Fyrirhugaðir eru tónleikar í Höllinni í Vestmannaeyjum laugardaginn 19. mars og hefjast þeir klukkan 17.00. Miðasala fer einnig fram í Höllinni og hefst tveimur stundum fyrir tónleikana eða klukkan 15.00. Miðaverði er stillt í hóf, aðeins 2000 krónur, börn yngri en 12 ára og námsmenn sem framvísa námsmannaskírteinum fá miðana á 1000 krónur. Eldri borgarar og öryrkjar fá 10% afslátt.

Á tónleikunum leikur lettneski píanóleikarinn Liene Circene en hún  vakti gríðarlega athygli fyrir frammistöðu sína á tónleikum í Salnum í Kópavogi. Jónas Sen gagnrýnandi Morgunblaðsins sagði að leikur hennar hefði verið "einhver mesta listræna opinberun á íslensku tónleikasviði í háa herrans tíð.? Hann staðhæfði að hún væri "einhver besti píanóleikari sem hér hefur komið fram? og lauk dómi sínum í þeirri von að hann fengi að heyra hana sem einleikara með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Nú verður honum að ósk sinni. Hljómsveitarstjóri verður enginn annar en aðalhljómsveitarstjóri SÍ, Rumon Gamba.

Dagskrá tónleikanna 19. mars
Höllin í Vestmannaeyjum klukkan 17.00

Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba
Einleikari: Liene Circene

Engelbert Humperdinck: Forleikurinn að óperunni Hans og Gréta
Anatoly Liadov: Töfravatnið
Franz Liszt: Dauðadans fyrir píanó og hljómsveit
Richard Wagner: Skógarþytur úr óperunni Siegfried
Oddgeir Kristjánsson: Lagasyrpa (úts. Magnús Ingimarsson)
Pjotr Tsjajkovskíj: 1. 3. og 5. þáttur úr ballettsvítunni Þyrnirós


Jafnlaunavottun Learncove