12. júlí 2004

Síðasti dagur margra unglinga í Vinnuskólanum var sl. föstudag.

Í tilefni af því að fimmta vika vinnuskólans er að ljúka og mikill meirihluta unglinga hætti í vinnuskólanum var haldin sérstakur dagur fyrir alla.   Vinnudagurinn byrjaði á hefðbundnum l
Í tilefni af því að fimmta vika vinnuskólans er að ljúka og mikill meirihluta unglinga hætti í vinnuskólanum var haldin sérstakur dagur fyrir alla.
 
Vinnudagurinn byrjaði á hefðbundnum leikjum og þrautum, eins og stígvélakasti og að velta dekki ákveðna vegalengd niður á Stakkó. Þegar að hópur sex hafði svo unnið allar þrautirnar var gengið uppí Íþróttamiðstöð þar sem öllum var boðið að fara í sund.
 
Eftir erfitt sund var svo boðið uppá grillaðar pylsur og appelsínusafa. Eftir grillaðar pylsur var þeim sem voru að hætta svo þakkað fyrir samveruna í sumar og góðum degi lauk með bros á vör.
 
Fræðslu- og menningarsvið vill koma á framfæri þakklæti til unglingana og skólans og gaman er að geta þess að fjölmargir hafa haft samband og lýst yfir ánægju sinni með þjónustu og vinnu unglinganna.  Flokkstjórar og garðyrkjustjóri taka undir þetta og hafa yfirleitt verið hæstánægðir með hópana.
 
Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyja.

Jafnlaunavottun Learncove