7. nóvember 2025

Sérkennsluráðgjafi leikskóla

Vestmannaeyjabær auglýsir lausa stöðu í 90% starf

Vestmannaeyjabær óskar eftir að ráða sérkennsluráðgjafa leikskóla í 90% starf. Um afleysingastarf er að ræða í eitt ár. Starfið felst í faglegri ráðgjöf og stuðningi við foreldra og starfsfólk leikskóla vegna barna sem þurfa sérkennslu og/eða sérfræðiaðstoð. Ráðgjafinn starfar innan skólaþjónustu fjölskyldu- og fræðslusviðs í nánu samstarfi við deildarstjóra fræðslu- og uppeldismála, sérkennslustjóra og stjórnendur leikskóla.

Helstu verkefni:

  • Fagleg ráðgjöf og stuðningur við starfsfólk og foreldra vegna barna sem njóta sérfræðiaðstoðar eða sérkennslu.
  • Þátttaka í greiningu, skimun og gerð einstaklingsnámskráa.
  • Eftirfylgni með einstaklingsáætlun og miðlun nýunga varðandi málefni barna sem þurfa á sérfræðiaðstoð og sérkennslu að halda.
  • Skýrslugerðir og hlutverk málstjóra farsældar.

· Sinnir öðrum þeim verkefnum er varða sérkennslu sem yfirmaður felur honum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf til kennslu og kennslureynsla á leikskólastigi.
  • Framhaldsmenntun á sviði sérkennslufræða.
  • Réttindi til að leggja fyrir skimunarpróf s.s. Íslenska þroskalistann, Íslenska smábarnalistann, Íslenska málhljóðamælinn, EFI-2 og Hljóm 2 er kostur.

· Þekking á óhefðbundnum tjáskiptaleiðum (PECS, kjarnorðaforða, tjáskiptatölvu eða annað) er kostur.

  • Góð samskipta- og samstarfshæfni, frumkvæði og skipulag.
  • Góð tölvu- og íslenskukunnátta.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í janúar 2026. Umsóknir, ásamt ferilskrá, leyfisbréfi og kynningarbréfi, skulu berast á helgasigrun@vestmannaeyjar.is merkt „Sérkennsluráðgjafi leikskóla“ í síðasta lagi 23. nóvember 2025.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ. Nánari upplýsingar veitir Helga Sigrún Þórsdóttir í síma 488-2000.

Vestmannaeyjabær hvetur öll áhugasöm til að sækja um, óháð kyni. Öllum umsóknum verður svarað að lokinni ráðningu.


Jafnlaunavottun Learncove