10. júní 2020

Sérkennsluráðgjafi leikskóla

Ásta Björk Guðnadóttir leysir af sem sérkennsluráðgjafi leikskóla.

Tekin hefur verið ákvörðun um að ráða Ástu Björk Guðnadóttur sem sérkennsluráðgjafa leikskóla til afleysingar í eitt ár. Mun hún hefja störf í ágúst.

Ásta Björk er leikskólakennari að mennt og hefur starfað meira og minna á leikskólum frá árinu 2004, m.a. á Sóla, Kirkjugerði og Víkinni. Hún hefur sinnt starfi deildarstjóra frá árinu 2010, fyrst á Kirkjugerði og nú á Víkinni frá árinu 2016. Þá hefur hún einnig sinnt starfi leiðsagnarkennara á Víkinni en í því felst m.a. umsjón með starfsnámsnemum og fagleg ráðgjöf við annað starfsfólk. Sem deildarstjóri hefur Ásta Björk unnið töluvert með núverandi sérkennsluráðgjafa við að skipuleggja sérkennslumál innan deildarinnar og búa til áætlanir fyrir börn sem þurfa sérkennslu, aukaþjálfun eða stuðning. Ásta Björk hefur allan sinn starfsferil haft mikinn áhuga á börnum með sérþarfir og er einn af tveimur stofnendum útibús ADHD félagsins í Vestmannaeyjum.