Samtal við ríkið um fjármögnun almannavarnalagnar
Áætlað er að ný vatnsleiðsla NSL 4 almannavarnalögn verði lögð á milli lands og Eyja næsta sumar.
Framkvæmdin er mjög kostnaðarsöm og hafa bæjaryfirvöld komið því skýrt á framfæri við stjórnvöld að þessi lögn eigi ekki að vera á kostnað eða á ábyrgð Vestmanneyjabæjar þar sem um almannavarnalögn er að ræða. Fulltrúar Vestmannaeyjabæjar áttu fund með fjármálaráðherra í lok september þar sem sú krafa var ítrekuð að lögnin ætti að vera á ábyrgð/kostnað ríkisins eins og aðrar framkvæmdir sem tilheyra almannavörnum.
Í gildi er viljayfirlýsing við ríkið sem þarf að endurskoða í þessu skyni og er það samtal í gangi.
Kaupin og niðurlagning á leiðslunni munu hafa mikil áhrif á framkvæmdar- og fjáfestingargetu sveitarfélagsins þar sem þunginn af greiðslunni mun falla á næsta ár ef ekki kemur til frekara framlags frá ríkinu.
Vestmanneyjabær ber lögum samkvæmt ábyrgð á aðgengi að vatni fyrir íbúa og fyrirtæki. Sveitarfélagið ber hins vegar ekki ábyrgð á annarri lögn til að tryggja almannavarnir frekar en nokkuð annað sveitarfélag á Íslandi.
Eins og fram kom á síðasta fundi bæjarráðs þann 15.10.25 mun ráðið fylgja málinu eftir.