5. desember 2004

Samstarfssamningur við Klúbbinn Geysi

Árni Magnússon, félagsmálaráðherra og Anna Sigríður Valdemarsdóttir, framkvæmdastjóri undirrita samstarfssamninginn.   Geysir starfar eftir alþjóðlegri hugmyndafræði, Fountain Ho
Árni Magnússon, félagsmálaráðherra og Anna Sigríður Valdemarsdóttir, framkvæmdastjóri undirrita samstarfssamninginn.
 
Geysir starfar eftir alþjóðlegri hugmyndafræði, Fountain House, sem fyrst kom fram á sjónarsviðið í New York árið 1948 og er fyrir fólk sem á eða hefur átt við geðræn veikindi að stríða.

Félagsmálaráðherra, Árni Magnússon, undirritaði í morgun samstarfssamning við Klúbbinn Geysi um að félagar í klúbbnum komi til starfa í félagsmálaráðuneyti árið 2005. Um er að ræða að hámarki hálft stöðugildi sem ráðgert er að nýta þannig að tveir félagar í Geysi komi til starfa ráðuneytinu, hvor í sex mánuði í senn, á næsta ári.

Hugmyndafræði Fountain House og klúbba sem starfræktir eru um allan heim byggir á þeim skilningi að bati vegna geðrænna veikinda verði að fela í sér þátttöku í mikilvægu samfélagi. Í samræmi við það hefur Klúbburinn Geysir frá upphafi verið vettvangur starfsleitar fyrir félaga sína og er sá samningur sem undirritaður hefur verið við félagsmálaráðuneytið liður í því starfi.

Nánari upplýsingar:

 

Af vef félagsmálaráðuneytisins.

Fræðslu-og menningarsvið Vestmannaeyja.


Jafnlaunavottun Learncove