Samningur við Listahátíð Reykjavík 2005 undirritaður.
Ítalska listakonan Micol Assaël verður fulltrúi Listahátíðar hérna í Eyjum.
Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs og Hrefna Haraldsdóttir framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík skrifuðu undir samning á dögunum um þátttöku Vestmanannaeyjabæjar í Listahátíð 2005.
Sýningin verður opnuð sunnudaginn 15. maí 2005 í tengslum við hringflug FÍ um landið ( tveir Fokkerar með stjórnendur og erlenda blaðamenn og aðra gesti) á opnanir Listahátíðar og mun hún standa fram eftir sumri. Sýningin er hluti myndlistarþáttar Listahátíðar 2005 - sem fram fer á um 20 sýningarstöðum í Reykjavík og um land allt.
Sýningarstjóri er Jessica Morgan frá Tate safninu í London. Hún og Micol komu hingað í fyrra sumar til að kanna aðstæður eftir að undirritaður og Þórunn Sigurðardóttir listrænn stjórnandi Listahátíðar höfðu rætt þá hugmynd að einn erlendu myndlistamannanna inni að listsköpun sinni hér í Eyjum. Og nú hefur Micol komið í annað sinn og kannaði aðstæður betur og lofar að verkið muni verða stórt og hafa með annaðhvort eldfjallið að gera Eldfell eða Helgafell. Það er von á henni á næstu dögum. Fréttir gerðu listakonunni góð skil á dögunum í viðtali.
Við væntum mikils af samstarfinu og vonumst til að þetta verði til að auka hróður okkar og kynningu. Mikilvægt er að nýta sér komu heimspressunnar til kynningar á okkar fallegu eyjum og umhverfi.
Sjá dagskrá Listahátðiðar hér fyrir neðan.
OPNUNARHELGIN - DAGSKRÁ
Laugardagurinn 14. maí.
Kl. 12.00 Opnun Dieter Roth sýningar í Hafnarhúsi
Kl. 13.00 Dieter Roth í Listasafni Íslands
Kl. 14.00 Gallerí 100°
Kl. 14.30 ASÍ
Kl. 14.50 Nýlistasafnið
Kl. 15.10 i8
Kl. 15.30 Kling og bang
Kl. 15.50 101
Kl. 16.10 Safn
Kl. 16.30 Tankar við Háteigsveg
Kl. 17.00 Gerðarsafn, Kópavogi
Kl. 18.00 Hafnarborg, Hafnarfjörður
Kl. 20.30 Opnunarhátíð í Hafnarhúsi í boði borgarstjóra (sjónvarpsúts. hefst kl. 20.30)
Sunnudagurinn 15. maí
Kl. 14.00 Dagsbrún, undir Eyjafjöllum
Kl. 17.00 Listasafni Árnesinga
Hringflug frá Reykjavíkurflugvelli kl. 8.30 - 18.15
NY602 RKV-IFJ DEP RKV 0830 ARR IFJ 0915
Tvær opnanir á Isafirði, Slunkaríki og Edinborgarhús 9.15 og 9.40 -
NY603 IFJ-AEY DEP IFJ 1015 ARR AEY 1045
Opnun á Akureyri, Listasafn Akureyrar kl. 11.00
NY604 AEY-EGS DEP AEY 1215 ARR EGS 1245
Ekið á Seyðisfjörð, opnun Skaftfelli, kl. 13.30
NY605 EGS-VEY DEP EGS 1545 ARR VEY 1645
Opnun í Vestmannaeyjum kl. 17.00
NY606 VEY-RKV DEP VEY 1745 ARR 1815
Farið verður milli staða á opnunardaginn í Reykjavík, en gera má ráð fyrir að menn fari nokkuð frjálst á milli sýninganna allan laugardagseftirmiðdaginn, enda verða boðsgestir þeir sömu á allar sýningarnar og miklu fleiri en svo að allir rúmist alls staðar í einu.
Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs Vestmannaeyjabæjar.