4. júlí 2005

Samkomulag um uppbyggingu menningarhúss í Skagafirði

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, Gísli Gunnarsson forseti sveitarstjórnar svf. Skagafjarðar og Agnar H. Gunnarsson oddviti Akrahrepps undirri

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, Gísli Gunnarsson forseti sveitarstjórnar svf. Skagafjarðar og Agnar H. Gunnarsson oddviti Akrahrepps undirrituðu í dag í Miðgarði í Skagafirði samkomulag um uppbyggingu menningarhúss í Skagafirði. Grundvöllur þessa samkomulags er ákvörðun ríkisstjórnar frá árinu 1999 um að veita stofnstyrki til uppbyggingar fimm menningarhúsa utan höfuðborgarsvæðisins með það að markmiði að bæta þar aðstöðu til menningar- og listastarfsemi.

Á fundi ríkisstjórnar hinn 4. mars 2005 var menntamálaráðherra falið að ganga til samninga við sveitarfélög í Skagafirði um 60 m.kr. framlag ríkisins til fyrri áfanga í uppbyggingu menningarhúss í Skagafirði, þ.e. endurbóta á Miðgarði.

Samkomulagið er byggt á niðurstöðum samstarfshóps skipuðum fulltrúum menntamálaráðuneytis og sveitarfélaganna í Skagafirði. Annars vegar er gerð tillaga um að byggt verði við núverandi safnahús Skagfirðinga á Sauðárkróki og að þar verði menningarmiðstöð með áherslu á fræðastörf og sýningar, sem hýsi m.a. sýningarsal, bókasafn, listasafn og skjalasafn. Hins vegar um endurbætur á félagsheimilinu Miðgarði, þar sem áhersla verður lögð á tónlistarflutning, stærri hátíðir og ráðstefnuhald. Gert er ráð fyrir sömu kostnaðarskiptingu og við önnur menningarhús á landinu, þ.e. að ríkið greiði 60% kostnaðar og sveitarfélag 40%. Samkomulagið tekur einnig til uppbyggingar á menningarhúsi á Sauðárkróki, en ákvörðun um hvenær ráðist verður í framkvæmdir þar liggur ekki fyrir.

Af vef mrn.

Fræðslu og menningarsvið Vestmanneyjabæjar


Jafnlaunavottun Learncove