Saman sköpum við betri leikskóla fyrir framtíðina
Kynningarfundur um umbætur í leikskólamálum í Vestmannaeyjum
Við bjóðum hagsmunaaðila velkomna á kynningarfund þar sem farið verður yfir kerfislegar umbætur í leikskólamálum í Vestmannaeyjum sem áætlað er að taki gildi um áramót.
Fundargestum gefst tækifæri til að spyrja og fá nánari skýringar að lokinni kynningu.
Dagsetning: 25. nóvember
Tími: 19:30
Staðsetning: Fundarsalur Hamarsskóla
Við hvetjum alla sem koma að leikskólamálum – foreldra, starfsfólk og aðra hagsmunaaðila – til að mæta og kynna sér breytingarnar.

