14. júní 2004

Saga Herjólfs h.f. Vestmannaeyjum

Fróðleikspunktar teknir saman af Magnúsi Jónassyni. Hlutafélagið HERJÓLFUR var stofnað 17.ágúst 1974 í Akógeshúsinu í Vestmannaeyjum.  Hluth

Fróðleikspunktar teknir saman af Magnúsi Jónassyni.

Hlutafélagið HERJÓLFUR var stofnað 17.ágúst 1974 í Akógeshúsinu í Vestmannaeyjum.  Hluthafar félagsins urðu við lok hlutafjársöfnunar um240 talsins, en stærstu hluthafarnir voru Vestmannaeyjabær með um 51% hlutafjár og Ríkissjóður Íslands með um 46% hlutafjár.

Tilgangur félagsins frá upphafi var að láta smíða og reka ferþega- og bílaferju sem gengi milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar og þá helst daglega.

Strax var hafist handa við að láta teikna og hanna slíka ferju

Í júnímánuði árið 1976 kom til Eyja glæsilega ferja, sem hlaut nafnið HERJÓLFUR.

Skipið var smíðað í Kristjansund í Noregi og var 1038 brl. að stærð með 2400 ha. aðalvél af Wichmann-gerð. Þessi fyrsti Herjólfur gat flutt um 350 farþega í hverri ferð yfir sumarmánuðina og tæplega 40 fólksbíla á tveim bílaþilförum.

Siglingahraðinn var um 12,5 sjómílur á klst. Tók því tæplega þrjá og hálfan tíma að sigla til Þorlákshafnar.

Var þetta mikil bylting frá fyrri skipum sem haldið höfðu uppi ferðum milli Vestmannaeyja og lands, auk þess sem skipið var staðsett og gert út frá Vestmannaeyjum.

Þessi fyrsti Herjólfur, sem Herjólfur hf átti og rak, var í ferðum til og frá Eyjum frá því í júlímánuði árið 1976 fram í júnímánuð árið 1992 eða í tæp 16 ár og flutti á þessu tímabili u.þ.b. 800 þúsund farþega og um 150 þúsund farartæki.

Þetta skip var að lokum selt til Svíþjóðar og var það sænski herinn sem keypti það.

Í júnímánuði árið 1992 kom síðan önnur nýsmíði félagsins til landsins. Það skip hlaut  líka nafnið HERJÓLFUR.

Nýja skipið var smíðað í Flekkefjord í Noregi og var 2222 brl. að stærð með 2 aðalvélar af ALPHA-MAN gerð og eru þær samtals um 7300 ha. Skipið er 71 m. langt og 16 m breitt og getur flutt allt að 500 farþega í ferð og um 65 fólksbíla.

Þetta skip sigldi venjulega á um 16,5 sjómílna ferð og tók siglingin til Þorlákshafnar u.þ.b. 2 klst. og 45 mín.

Á þeim tíma sem Herjólfur h.f. átti þetta skip, þ.e. á tímbilinu 1992-2000, flutti það u.þ.b. 750 þúsund farþega og um 200 þúsund farartæki stór og smá.

Um áramótin 2000-2001 var félagið síðan selt Ríkissjóði/Vegagerð og þar með var sögu hlutafélagsins HERJÓLFS  lokið.

Þess skal að lokum getið að áður en Herjólfur h.f. var stofnaður var skip með þessu nafni í ferðum milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja, það sigldi auk þess hálfs-mánarlega til Hornafjarðar og á sumrin hin síðari ár til Þorlákshafnar einu sinni í víku. Þessi Herjólfur kom nýr til landsins desember 1959 og var í þessum ferðum allt þar til í júlí 1974.

Skipið var í eigu Skipaútgerðar ríkissins og réðu Vestmannaeyingar því litlu um útgerð þess.

Magnús Jónasson frá Grundabrekkur tók saman fyrir fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar.

 

 

 


Jafnlaunavottun Learncove