Röddin - upplestrarkeppni 7. bekkjar
Þriðjudaginn 13. maí sl. var haldin lokahátíð Raddarinnar sem haldin er árlega. Í ár var keppnin haldin í Vestmannaeyjum og komu nemendur úr skólum Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu og Eyjum til að keppa í upplestri.
Fyrir hönd GRV kepptu Bríet Ósk Magnúsdóttir, Hrafnkell Darri Steinsson og Rafael Bóas Davíðsson. Allir keppendurnir stóðu sig afskaplega vel og áttu dómarar ekki auðvelt verk fyrir höndum að velja sigurvegara. Boðið var upp á tónlistaratriði í hléinu en þá spilaði Bjartey Ósk Smáradóttir nemandi við Tónlistarskóla Vestmannaeyja á þverflautu við undirspil Kitty Kovács. Einnig fengu gestir og þátttakendur að hlýða á ljóðalestur þar sem Inda Marý Kristjánsdóttir nemandi við GRV flutti frumsamin ljóð. Allir keppendurnir fengu viðurkenningu og rós fyrir þátttöku en Landsbankinn í Vestmannaeyjum gaf verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin.
Verðlaunahafar Raddarinnar árið 2025 eru:
- sæti – Tinna Lind Brynjólfsdóttir, Laugalandsskóli
- sæti – Hjalti Kiljan Friðriksson, Hvolsskóli
- sæti – Hrafnkell Darri Steinsson, Grunnskóli Vestmannaeyja
Til hamingju kæru nemendur sem tóku þátt í ykkar skólum.