Ragnar Óskarsson afhenti Vestmannaeyjabæ að gjöf tíu eintök af bókinni ,,Á heimaslóð"
Sögusetrið 1627 færði Vestmannaeyjabæ tíu eintök af bókinni ,,Á heimaslóð".
Í bókinni eru birt skrifuð með nótum 14 lög eftir vestmannaeyska tónskáldið og hljómlistamanninn Alferð Washington Þórðarson (1912-1994), sum við ljóð eftir ýmsa vestmannaeyska höfunda en önnur án texta. Alferð setti sterkan svip sinn á tónlistarlíf Vestmannaeyja um og eftir miðja síðustu öld en eftir því sem tíminn líður hafa sum verka hans gleymst og meðal annars þess vegna var ráðist í útgáfuna. Útgáfudagurinn var 21. október sl. en þann dag voru liðin 110 ár frá fæðingu Alfreðs.
Það er von Sögusetursins 1627 að útgáfan sé verðugt framlag til sögu Vestmannaeyja og auki enn á fjölbreytni menningarlífs Vestmannaeyinga.