5. október 2025

Ræstingar og létt matseld á bæjarskrifstofum

Tvö laus störf á bæjarskrifstofum við matseld og ræstingar

Vestmannaeyjabær óskar eftir að ráða starfsfólk við ræstingar og létta matseld á bæjarskrifstofum.

Um er að ræða tvö sambærileg störf í 50% starfshlutfalli hvort með sveigjanlegum vinnutíma, annars vegar á bæjarskrifstofum að Kirkjuvegi 23 (fjölskyldu- og fræðslusvið) og hins vegar á bæjarskrifstofum að Kirkjuvegi 50 (stjórnsýslu- og fjármálasviðs og umhverfis- og framkvæmdasvið). Störfin eru laus frá 1. nóvember 2025.

Hlutverk bæjarskrifstofanna er að veita faglega og skilvirka þjónustu við bæjarbúa, fyrirtæki og stofnanir bæjarfélagsins. Skrifstofurnar annast framkvæmd ákvarðana bæjarstjórnar og sér um daglegan stjórnsýslu, fjármál, mannauðsmál, skipulags- og byggingamál, velferðarþjónustu, fræðslumál, menningarmál og aðra þætti sem snúa að rekstri og þróun sveitarfélagsins.

Helstu verkefni:

  • Umsjón með ræstingum á bæjarskrifstofu.

  • Lítilsháttar matseld –tiltekt á léttum veitingum.

  • Umsjón með birgðum og innkaup á matvöru og ræstingavörum.

Hæfniskröfur:

  • Gerð er krafa um verkkunnáttu og starfsreynslu sem nýtist í starfi.

  • Frumkvæði , sveigjanleiki og sjálfstæð vinnubrögð.

  • Góð samskiptahæfni og áreiðanleiki.

  • Góð skipulagshæfni og þjónustulund.

____________________________________________________________________________

Umsóknarfrestur er til 15.október

Nánari upplýsingar um starfið veitir Drífa Gunnarsdóttir í síma 4882000 og drifagunn@vestmannaeyjar.is og Jón Pétursson í síma 4882000 og jon@vestmannaeyjar.is

Vestmannaeyjabær hvetur öll áhugasöm til að sækja um starfið óháð kyni. Umsóknir skulu almennt berast með rafrænum hætti í gegnum heimasíðu Vestmannaeyjabæjar.

Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá um fyrri störf auk meðmæla. Einnig er krafa um að umsókn fylgi kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstyður hæfni sína í starfið.

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamning Sambands íslenskra sveitafélaga og Stavey/Drífanda. Vakin er athygli á því að Vestmannaeyjabær hefur hlotið jafnlaunavottun.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.


Jafnlaunavottun Learncove