10. febrúar 2005

Ráðstefna um hegðunarvanda og geðraraskanir barna- og unglinga.

Samvinnuverkefni heilbrigðis- félags- og menntamálaráðuneytisins.  Allir sammála að til að ná árangri þurfi samvinnu og þátttöku allra aðila sem að barninu standa. Í síðustu viku fór fram m

Samvinnuverkefni heilbrigðis- félags- og menntamálaráðuneytisins.  Allir sammála að til að ná árangri þurfi samvinnu og þátttöku allra aðila sem að barninu standa.

Í síðustu viku fór fram mjög fjölmenn ráðstefna um hegðunarvanda og geðraskanir barna og unglinga. Mörg merkileg erindi voru flutt á ráðstefnunni og   fjölluðu þau um málefnið frá hinum ýmsu hliðum.  Þrir fyrirlesaranna komu frá Noregi og Danmörku en aðrir sem  komu í pontu  voru íslenskir sérfræðingar og fræðimenn.  Rætt var um forvarnir,  samþættingu, meðferð og þjónustu við börn  og unglina sem eiga við þennan vanda að etja og komu fulltrúar hinna ýmsu ráðuneyta þar við sögu. Erna Björk Hjaltadóttir,  sem er mörgum Vestmannaeyingum kunn  sem vel metinn og virtur kennari við Barnaskólann um nokkurra ára skeið,  flutti mjög gott erindi þar sem hún talaði um sérþarfir nemenda með hegðunarvanda og geðraskanir í skóla án aðgreiningar. Hún ræddi  hreinskilningslega um   vandann sem skólinn er að fást við og þau úrræði sem þar er að finna.  Sameiginlegar niðurstöður   þeirra sem tóku til máls voru þær að vandinn er stór.  Mikilvægast er að reynt sé að  taka á vandanum í heimabyggð og að nálgunin sé frá öllum hliðum.  Þátttakendur í meðferð  til að ná tökum á   hegðunarvanda   barns eða unglings séu heimili, foreldrar, stórfjölskyldan, skólinn, jafnaldrarnir og forelrar þeirra, heilbrigðisyfirvöld, félagsmálayfirvöld, fræðsluyfirvöld og allir sem  eru nálægt einstaklingnum sem á við vandann að etja. Allir þessir aðilar þurfa að koma að málinu með jákvæðum  og opnum huga.    Þrír  fulltrúar  Vestmannaeyinga sátu ráðstefnuna en það voru Jón Pétursson sálfræðingur, Erna Jóhannesdóttir fræðslufulltrúi og kennsluráðgjafi og Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri.

Erna Jóhannesdóttir, fræðslufulltrúi og kennsluráðgjafi.

Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar.


Jafnlaunavottun Learncove