Ráðstefna um aðferðir við kennslu fullorðinna
[sam]starfsfólk á vinnustað, kennir á námskeiðum, í skólum, kvöldskólum eða tölvuskólum eða heldur reglulega fyrirlestra og kynningar.
Áhersla verður lögð á að þátttakendur læri að nota gagnlegar og hagnýtar aðferðir þegar þeir kenna og hjálpa fullorðnum að læra. Ráðstefnan einkennist af verkstæðum sem eru nógu löng til að fólk læri að gera það sem er kennt og fái tækifæri til skoðanaskipta og gagnkvæmrar miðlunar reynslu.
Stjórnendur verkstæðanna er fólk sem hefur mikla reynslu af því að kenna og að kenna leiðbeinendum að kenna. Fólk sem hefur verið að þróa sínar kennsluaðferðir og hefur náð færni í að miðla því besta til annarra.
Aðal ræðumaður ráðstefnunnar verður prof. Jost Reischmann frá Bamberg í Þýskalandi. Hann hefur getið sér gott orð fyrir hagnýta og árangursríka miðlun á gagnlegum kennsluaðferðum. Aðrir aðilar sem leiða verkstæði verða m.a. Guðrún Geirsdóttir dósent við HÍ, Hróbjartur Árnason lektor við KHÍ, Ingvar Sigurgeirsson prófessor við KHÍ, Sigrún Jóhannesdóttir menntaráðgjafi við Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins ofl. Ráðstefnunni verður skipt upp í stutt verkstæði um afmörkuð viðfangsefnisem þátttakendur velja sér. Sum þeirra verða endurtekin yfir daginn.
Dæmi um verkstæði:
· Byrjaðu námskeiðið á góðum nótum - hugmyndir og aðferðir sem gagnast til að ýta úr vör á árangursríkan hátt, og þannig hjálpa nemendum til að byrja að læra strax.
· Auktu námsárangur með því að gera námsefnið sýnilegt (notkun nýsitækni)
· Aukinn árangur í tölvukennslu (góð hagnýt ráð og skoðanaskipti)
· Hvernig má beita hraðnámsaðferðum til að bæta árangur hjá fullorðnum námsmönnum
· Uppgötvunarnám: Notaðu verkefni og uppgötvun til að auka áhuga og sjálfsábyrgð í námi
· Virkjaðu þátttakendurna. Bættu nám nemenda þinna með aukinni virkni þeirra
Dagskrá: (Endanleg dagskrá verður send út í byrjun næstu viku)
8:40-9:00 Skráning (heitt á könnunni)
9:00-9:30 Upphaf: kynning á dagskrá og viðfangsefnum
9:30-11:00 Verkstæði
11:00-12:00 Aðalfyrirlestur: um aðferðir við nám og kennslu fullorðinna. Hvers vegna skipta þær máli, og hvað skiptir máli?
12:00-13:00 Hádegisverður
13:00-14:30 Verkstæði
14:30-15:00 Kaffi
15:00-16:30 Verkstæði
16:30-16:50 Lokafyrirlestur
Kostnaður og skráning:
- Ráðstefnugjald er kr. 15.000 og er hádegisverður innifaldinn.
- Skráning fer fram hjá Símenntunarstofnun KHÍ s: 5633980 og
á vef símenntunarstofnunar: http://simennt.khi.is - Ráðstefnan fer fram í Hamri, nýbyggingu Kennaraháskóla Íslands,
(gengið inn frá Háteigsvegi) föstudaginn 21. janúar kl. 9-17. - Nánari upplýsingar: Hróbjartur Árnason s: 563 3936 og
Sólrún B. Kristinsdóttir s: 563 3861