6. febrúar 2023

Ráðning í starf bókavarðar við Bókasafn Vestmannaeyja

Staða bókavarðar við Bókasafn Vestmannaeyja var auglýst laus til umsóknar 19.-31. janúar sl.

Samkvæmt auglýsingunni eru helstu verkefni þjónusta við notendur, frágangur safnefnis, þátttaka í viðburðum og verkefnum á vegum safnsins. Þar sem mikil áhersla er lögð á einingu Safnahússins er hluti af starfsskyldum að vinna þvert á önnur söfn hússins sem eru Listasafn, Ljósmyndasafn, Sagnheimar og Skjalasafn.

Alls sóttu 7 einstaklingar um starfið, 4 karlar og 3 konur.

Við mat á umsóknum var fyrst og fremst horft til starfslýsingar og hæfniskrafna sem fram komu í auglýsingunni en jafnframt metnir aðrir þættir sem nýst gætu í starfi, ekki síst við hin fjölbreyttu störf sem unnin eru á vegum Safnahúss. Stuðst var við fyrirfram útbúið skema við mat á umsóknum til að veita einkunnir fyrir ólíka hæfnisþætti á borð við menntun, starfsreynslu, sérstaka þekkingu sem nýst gæti í starfi, fyrir vinnustaðinn og annað sem að gagni mætti koma.

Eftir mat á umsóknum, viðtöl við umsækjendur og umsagnir þeirra sem leitað var til ákvað Vestmannaeyjabær að ráða Kristínu Ernu Sigurlásdóttur í starf bókavarðar við Bókasafn Vestmannaeyja. Kristín Erna er 31 árs að aldri, fædd og búsett í Vestmannaeyjum. Kristín Erna er barnlaus og í sambúð með Tryggva Guðmundssyni. Hún lauk stúdentsprófi við Framhaldsskóla Vestmannaeyja árið 2010, B.Sc. í viðskiptafræðum við Háskóla Íslands árið 2015 og á aðeins ólokna meistaraprófsritgerðina í Lýðheilsuvísindum við saman skóla. Kristín Erna hefur unnið þrjú sumar á Bókasafni Vestmannaeyja og þekkir því vel til á vinnustaðnum.

Kristín Erna er boðin hjartanlega velkomin til starfa á Bókasafninu en hún mun hefja þar störf hinn 12. febrúar nk.