Pi-Kap í sal Tónlistarskólans. Tékkneskir strengjakvartettar og þjóðlagatónlist
Fimmtudagskvöldið 30. september, kl. 20.00 verða haldnir einstakir tónleikar í sal Tónlistarskóla Vestmannaeyja. Aðgangur ókeypis.
Þar verður á ferðinni strengjakvartettinn Pi-Kap frá Tékklandi sem ætlar að gefa Eyjamönnum innsýn inn í tónlist heimaland síns.
Á efnisskrá eru strengjakvartetar eftir Dvořák og Smetana ásamt tékkneskri þjóðlagatónlist. Þjóðlagatónlistin á mjög djúðar rætur í tékknesku þjóðinni. Hvar sem tveir Tékkar koma saman eru sungin þjóðlög og þar ríkir mikil gleði. Tónskáldin Dvořák og Smetana voru einnig heillaðir af þjóðlagatónlistinni og notuðu hana mikið sem efnivið í verk sín. Líklega er það ein af aðal ástæðum fyrir vinsældum þeirra sem tónskálda.
Pi-Kap strengjakvartettinn frá Tékklandi og er skipaður fiðluleikurunum Martin Kaplan og Lenku ?imandlovu, lágfiðluleikaranum Miljo Milev og sellóleikaranum Petr Pitra. Þau eru öll mjög virk í tónlistarlífi vestur Tékklands, jafnt í hljómsveitarleik og kammermúsík, en hafa einnig frá blautu barnsbeini tekið virkan þátt í leik þjóðlagatónlistar með ýmsum þjóðlagahópum. Að Martin Kapan undanskildum eru þau öll hljóðfæraleikarar við sinfónóuhljómsveitina í Karlovy Vary (Karlsbað). Martin er konsertmeistari við óperuhljómsveitina í Pilseň.
Kvartettinn hefur haldið tónleika víða í Tékklandi og nágrenni og hlotið mikil lof fyrir leik sinn fyrir vandaðan og tilfinningaríkan flutning.
Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.
Nánar um flytjendur:
Martin Kaplan - fyrsti fiðluleikari. Fæddist í Karlovy Vary í Tékklandi 1967. Hann nam fiðluleik í tónlistarskólanum í Karlovy Vary og síðar í tónlistarháskólanum í Pilzeň undir handleiðslu prof. Jindři?ka Holotová og lauk lokaprófi þaðan 1987. Í framhaldi af því stundaði Martin Kaplan frekara nám í fiðluleik við tónlistarakademíuna í Prag hjá prof. Ivan ?traus ásamt því að sækja námskeið hjá Boris Belkin í Siena á Ítalíu. Árið 1994 var Martin ráðinn sem kennari við tónlistarháskólann í Pilseň og 1998 sem konsertmeistari við óperuhljómsveitina í sömu borg. Auk þess að starfa við klassískan fiðluleik er Martin Kaplan virkur í þjóðlagatónlist, en þjóðlagatónlistin á sér mjög sterka hefð í Tékklandi.
Lenka ?imandlová - annar fiðluleikari Er komin af tónlistarfjölskyldu í Karlovy Vary. Eins og Martin hóf hún tónlistarnám við tónlistarskólann í Karlovy Vary og nam síðar við tónlistarháskólann í Pilseň undir handleiðslu prof. Milo? Macháček og útskrifaðist þaðan árið 1985. Í báðum þessum skólum hlaut Lenka fjölda viðurkenninga. Að námi loknu var hún ráðinn sem fiðluleikari við sinfóníuhljómsveitina í Karlovy Vary, þar sem hún gegnir nú stöðu leiðara annarrar fiðlu. Lenka hefur einnig verið virk í þjóðlagatónlist.
Miljo Milev - lágfiðluleikari. Er líkt og fyrrgreindir félagar hans fæddur í Karlovy Vary, 1963. Hann nam lágfiðluleik við tónlistarháskólann í Pilzeň hjá prof. Jan Motlík, en var að því loknu, árið 1984, ráðinn sem lágfiðluleikari við óperuhljómsveitina í Pilseň. Frá 1986 hefur Miljo verið lágfiðluleikari við sinfóníuhljómsveitina í Karlovy Vary. Auk hljómsveitarleiks hefur hann verið virkur í kammertónlist og leikið með kammerhljómsveitum. Miljo hefur einnig mikinn áhuga á þjóðlagatónlist frá ýmsim löndum, en auk lágfiðlunnar leikur hann á tékkneska sekkjapípu.
Petr Pitra - sellóleikari. Fæddist í þorpinu Kladno árið 1966. Hann nam sellóleik við tónlistarháskólann í Teplice hjá prof. Daniel Veis og síðar við tónlistar akademíuna í Brno. Árið 1989 var hann ráðinn sem sellóleikari við sinfóníuhlómsveitina í Karlovy Vary, þar sem hann er nú leiðari sellódeildarinnar. Petr kemur reglulega fram sem einleikari með hljómsveitinni og hefur m.a. nýlega flutt einleikskonserta eftir Vivaldi, Boccerini, Haydn og Dvořák auk tvöfalda konsert Brahms og þerfalda konsert Beethovens. Hann er meðlimur fjölda kammerhópa og flytur tónlist allt frá barokktónlist til djasstónlistar. Vegna áhuga síns á eldri tónlist hefur Petr skipulagt tónlistarhátíðir í Karlovy Vary þar sem engöngu er flutt gömul tónlist. Auk sellóleiks þykir hann vera framúrskarandi kennari, en nemendur hans hafa vakið athygli í tónlistarkeppnum bæði heima og erlendis.
Frekari upplýsingar veitir Eydís Franzdóttir í síma 424-6607.
Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs