21. febrúar 2005

Persónulegur ráðgjafi

Ertu góður félagi? Félags- og fjölskyldusvið leitar að starfsmönnum í persónulega ráðgjöf. Okkur vantar persónulega ráðgjafa fyrir 3-4 stráka á aldrinum 10-15 ára. Hver drengur þarf u.þ.b. 5 klst.

Ertu góður félagi?

Félags- og fjölskyldusvið leitar að starfsmönnum í persónulega ráðgjöf. Okkur vantar persónulega ráðgjafa fyrir 3-4 stráka á aldrinum 10-15 ára. Hver drengur þarf u.þ.b. 5 klst. á viku og hægt er að sameina þessi störf í u.þ.b. 40-50% starf.

Hlutverk persónulegs ráðgjafa skv. barnaverndarlögum er að veita barni ráðgjöf og leiðbeiningar í þeim tilgangi að styrkja það félagslega og tilfinningalega svo sem í sambandi við tómstundir, menntun og vinnu. Samband persónulegs ráðgjafa og barns byggist á gagnkvæmu trausti og vinsemd.

Þar sem við erum sem stendur aðeins með drengi sem vantar þjónustu erum við sérstaklega spennt fyrir að fá umsóknir frá karlmönnum og bendum á að þetta starf hentar t.d. mjög vel sem hlutastarf með námi (sveigjanlegur vinnutími) og er mjög góður undirbúningur fyrir alla þá sem hyggja á nám og/eða störf sem krefjast mannlegra samskipta. Ekki er krafist tiltekinnar menntunar eða reynslu, öll lífsreynsla getur komið að notum!

Einnig vantar okkur alltaf fólk á skrá til félagslegrar liðveislu í málefnum fatlaðra og þar kallar skjólstæðingahópurinn líka sérstaklega eftir karlmönnum.

Áhugasamir hafi samband sem fyrst við Guðrúnu Jónsdóttur félagsráðgjafa í síma 488 2000 eða netfang gudrun@vestmannaeyjar.is , (vegna félagslegrar liðveislu við Hönnu Björnsdóttur hanna@vestmannaeyjar.is), eða sækið umsóknareyðublað í afgreiðslu Ráðhússins.


Jafnlaunavottun Learncove