1. desember 2023

Óskað er eftir starfsmanni á heimili fyrir fatlað fólk

Hlutverk Þjónustukjarnans er að veita íbúum stuðning og leiðsögn í öllu er varðar persónulega hagi og heimilisrekstur svo sem þrifnað, þvott, matreiðslu, innkaup og annað samkvæmt starfslýsingu.

Um er að ræða 70% starfshlutfall sem Starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk. Unnið er á sólarhringsvöktum alla virka daga, á kvöldin og um helgar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 15. janúar eða eftir samkomulagi.

Helstu verkefni:

Starfsmaður sér um almenna umönnun skjólstæðinga vegna líkamlegra og félagslegra þarfa eftir því sem við á. Önnur verkefni eru heimilisstörf s.s. þvottar, þrif, matargerð o.fl. Einnig skal þeim veittur stuðningur í tómstundastarfi og fá fylgd s.s. til lækna, í klippingu o.s.frv.

Hæfniskröfur:

• Reynsla og áhugi á að vinna með fötluðu fólki er kostur.

• Góð samskiptafærni og þjónustulund.

• Frumkvæði og samviskusemi. 

Upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Sigurjónsdóttir forstöðukona í síma 488 2550/6903497, ingibjorg@vestmannaeyjar.is. Öllum umsóknum verður svarað.

Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð. Laun eru greidd samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stavey/Drífanda.

Umsækjandi þarf að hafa náð 18 ára aldri.

Umsóknir skulu berast með rafrænum hætti í gegnum heimasíðu Vestmannaeyjabæjar eða með tölvupósti á forstöðumann. Slóðin á umsóknar hnappinn er: https://www.vestmannaeyjar.is/thatttaka/umsoknir/

Hvatning er til allra áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr 150/2020.

 

Umsóknarfrestur: Til og með 15. desember 2023


Jafnlaunavottun Learncove