Opnun sýningarinnar "Líf og dauði"
- í Landlyst, laugardaginn 22. janúar kl. 16:00
Á sýningunni ,,Líf og dauði" verður fjallað um hugmyndir um dauðann og útfarir á fyrri tíð.
Opnunin verður helguð hinum svokölluðu húskveðjum og framhald sýningarinnar verður þar kynnt í stórum dráttum.
Við opnunina í Landlyst munu séra Þorvaldur Víðisson og Hlíf Gylfadóttir kynna viðfangsefnið og leiða stutta húskveðjustund. Herbergi í Landlyst verður útbúið á þann máta að þar sé húskveðja að fara fram.
Meðan á sýningunni stendur mun einnig liggja frammi í Landlyst myndaalbúm frá ljósmyndasafni Vestmannaeyja. Í því eru 70 - 100 ára gamlar myndir af látnum einstaklingum. Flestir einstaklingar á þeim myndum eru óþekktir og eru sýningargestir beðnir að láta vita ef þeir þekkja einhverja einstaklinga á þeim myndum.
Í framhaldi af opnuninni verður heimildarmyndin ?Corpus Camera" eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur og Sigurjón Baldur Hafsteinsson sýnd, en þetta er mjög áhrifamikið verk um útfarir og dauðann.
Jafnframt sýningunni munu liggja frammi listar með spurningum tengdum andláti og útfararsiðum í Vestmannaeyjum. Þeir sýningargestir sem vilja svara þeim spurningum og leggja lóð sitt á þá vogarskál, fá þar í hendur spurningarlista sem þeir svo skila síðar á Byggðasafnið.
Stefnt er að því að hafa sýninguna opna fram til páska. Þar sem meðal annars verða kvikmyndasýningar og fleira sem tengist viðfangsefninu. Nánari dagskrá verður auglýst síðar.
Fræðslu-og menningarsvið Vestmannaeyja.