Opnun Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja
Nýsköpunarstofa Vestmannaeyja verður formlega opnuð í dag föstudaginn 11. júní 2004 í Höllinni, Vestmannaeyjum. Nýsköpunarstofa, sem nýverið hóf starfsemi sína, er nýr mikilvægur vettvangur til eflingar atvinnu-, markaðs-, og f
Nýsköpunarstofa Vestmannaeyja verður formlega opnuð í dag föstudaginn 11. júní 2004 í Höllinni, Vestmannaeyjum. Nýsköpunarstofa, sem nýverið hóf starfsemi sína, er nýr mikilvægur vettvangur til eflingar atvinnu-, markaðs-, og ferðamála í Vestmannaeyjum.
Dagskráin hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 12:00. Þar á eftir verður boðið upp á léttar veitingar.
Opið hús verður á skrifstofu Nýsköpunarstofu að Strandvegi 51, frá klukkan 14:00 til 17:00, sem og á náttúrugripasafninu og byggðasafninu.