29. apríl 2025

Opið íbúasamráð um Sóknaráætlun Suðurlands

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) bjóða Sunnlendingum til rafræns íbúafundar mánudaginn 5. maí kl. 12:00 þar sem unnið verður áfram að mótun Sóknaráætlunar Suðurlands.

490889856_697685646250684_5671059530404814165_n
Fundurinn er liður í samráðsferli við íbúa landshlutans. Í vetur var send út könnun þar sem fjöldi íbúa tók þátt og gaf innsýn í sýn sína á lykilmálaflokka Sóknaráætlunar: umhverfi – atvinna og nýsköpun – samfélag
Nú gefst aftur tækifæri til að hafa áhrif og taka þátt í samtali um framtíð Suðurlands. Sóknaráætlun Suðurlands er stefna landshlutans í atvinnu-, nýsköpunar-, umhverfis og samfélagsmálum og hefur bein áhrif á áherslur næstu ára.

Fundurinn fer fram á netinu og nauðsynlegt er að skrá sig til þátttöku.
Allir eru velkomnir!
Dagsetning: 5. maí
Tími: Kl. 12:00-13:30
Staðsetning: Rafrænn fundur
Skráning: www.sass.is/soknaraaetlun-sudurlands/skraning


Jafnlaunavottun Learncove