Nýtt samstarfsverkefni Nýsköpunarstofu
Fyrsta samstarfsverkefni Nýsköpunarstofu og Tölvunar, hefur verið sett á laggirnar. Um er að ræða samstarf Nýsköpunarstofu og Tölvunar við Verslunarskólann í Árósum (Købmandsskolen i ?rhus), en þar er íslenskur stúdent (Annas Friðgeir Sigurjónsson) á skrifstofu- og tölvubraut sem kemur í 12 mánaða starfsnám á þessu sviði.
Hann hefur undanfarið ár verið í starfsnámi hjá tölvuversluninni Compustore í Dublin á Írlandi en samtals eru þetta 2 ár í starfsnámi til að ljúka prófi frá danska Verslunarskólanum. Eftir námið er nemandinn bæði með stúdentspróf og tveggja ára starfsreynslu.
Laun hans verða greidd í gegnum styrki og mun verkefnið nýtast í framtíðinni við stúdentaskipti og starfsnám milli Íslands og annarra landa í Evrópu. Niðurstöður þessa starfsnáms enda í skýrslu sem án efa mun nýtast í framtíðinni fyrir framhaldsskólann í Vestmannaeyjum og framhaldsskóla á landsbyggðinni.
Nemandinn mun fara í gegnum ákveðna dagskrá sem sett er upp af Verslunarskólanum í Árósum og það tengt þeirri starfsemi sem fram fer hjá Tölvun. Þar má m.a. nefna verslunarrekstur, gerð markaðsátaka, vefumsýsla og flest af því sem á sér stað í Tölvun.