Nýtt félag tekur við efnisvinnslu í Vestmannaeyjum
10 ára samningur gerður.
Vestmannaeyjabær hefur gert 10 ára samning frá 1. nóvember við Efnisvinnsla Vestmannaeyja ehf. um rekstur efnisvinnslu á svæði AT-2. Félagið fær heimild til vinnslu og sölu á malarefni, með áherslu á öryggi og umhverfisvernd.
Samningurinn tryggir reglulegt eftirlit, skýrar kröfur um leyfi og öryggismál. Efnisvinnsla Vestmannaeyja mun sjá um allan rekstur og uppsetningu búnaðar.
![]()

