Nýsköpunarsjóður tónlistar
Nýsköpunarsjóður tónlistar - Musica Nova auglýsir eftir umsóknum um styrki til nýsköpunar í tónlist.
Fyrri umsóknir er hægt að staðfesta bréflega eða með tölvupósti á samhljomur@simnet.is ef
Nýsköpunarsjóður tónlistar - Musica Nova auglýsir eftir umsóknum um styrki til nýsköpunar í tónlist.
Fyrri umsóknir er hægt að staðfesta bréflega eða með tölvupósti á samhljomur@simnet.is ef óskað er eftir að þær verði teknar til umjöllunar á ný.
Flytjendur og tónleikahaldarar geta sótt um styrki úr sjóðnum og ábyrgjast flutning verka sem pöntuð eru úr sjóðnum.
Í umsókn skal koma fram:
Tímalengd verks
Hljóðfæraskipan og flytjendur
Áætluð dagsetning og staður frumflutnings
Fjárhagsáætlun verkefnis
Ekki er úthlutað til verka sem þegar hafa verið samin eða flutt. Sjóðurinn fer fram á að það sé tekið fram í kynningarefni og dagskrá þegar verk sem sjóðurinn styrkir eru flutt, að þau séu styrkt af Nýsköpunarsjóði tónlistar - Musica Nova.
Umsóknum skal skila til:
Nýsköpunarsjóður tónlistar - Musica Nova
Laufásvegi 40
101 Reykjavík
Umsóknarfrestur er til 24. september 2004 og verður úthlutun kynnt 8. október 2004.
Nýsköpunarstofa Vestmannaeyja hvetur tónlistahöfunda í Vestmannaeyjum að sækja um þennan styrk.