28. september 2004

Nýsköpun í starfandi fyrirtækjum - Árangur í verki

Tækifæri fyrir fyrirtæki í EyjumImpra nýsköpunarmiðstöð auglýsir nú í þriðja sinn ráðgjafarverkefnin Skrefi framar og Nýsköpun í starfandi fyrirtækjum.  Markmiðið með verkefnunum er að auðvelda litl

Tækifæri fyrir fyrirtæki í Eyjum
Impra nýsköpunarmiðstöð auglýsir nú í þriðja sinn ráðgjafarverkefnin Skrefi framar og Nýsköpun í starfandi fyrirtækjum. 

Markmiðið með verkefnunum er að auðvelda litlum og meðalstórum fyrirtækjum á landsbyggðinni að kaupa ráðgjöf til að bæta reksturinn. 

Nýsköpun í starfandi fyrirtækjum

Verkefnið gefur fyrirtækjum á landsbyggðinni möguleika á að nýta sér aðferðir nýsköpunar til að ná betri árangri í rekstri.  Farið verður yfir hugmyndafræði nýsköpunar á tímum alþjóðavæðingar.  Fjallað um líftíma afurða og fyrirtækja, vöruþróun, nýja stjórnunarhætti, hvetjandi vinnuaðferðir og markaðssókn.  Í verkefninu verða framangreindir þættir skoðaðir í sambandi við endurbætur á núverandi lausnum hjá þátttökufyrirtækjum.  Verkefnið verður unnið í samstafi starfsmanna viðkomandi fyrirtækis og ráðgjafa í nýsköpun sem fyrirtækið velur. Fjárhagslegur styrkur frá Impru nemur 50% af kostnaði ráðgjafa þó að hámarki kr. 500.000.

Skrefi framar

Verkefnið er opið minni fyrirtækjum í öllum starfsgreinum. Til þess að geta sótt um, þurfa fyrirtæki að hafa verið með starfsemi í a.m.k. eitt ár. Við mat á umsóknum vegna markaðsmála, framleiðslustjórnunar og skipulagningar er m.a. tekið tillit til fjárhagsstöðu, markaðsmöguleika, fyrirliggjandi verkefna og getu til að blása til sóknar. Við mat á umsóknum vegna fjármála er tekið tillit til fjárhagsstöðu og framtíðarmöguleikum fyrirtækisins og getu þess til að hrinda umbótum í framkvæmd. Við mat á umsóknum vegna umhverfisúttekta er tekið tillit til áhuga á og þörf fyrir úrbótum í umhverfismálum.

Skrefi framar er ráðgjafaverkefni þar sem Impra nýsköpunarmiðstöð greiðir niður ráðgjafakostnað fyrirtækja sem taka þátt í verkefninu um allt að 400 þús. kr.

Fyrirtækin velja sjálf ráðgjafa eftir eðli verkefnanna, en verkefnisstjórn verkefnisins veitir upplýsingar við val á ráðgjöf og ráðgjöfum

Umsóknarfrestur beggja verkefnanna er til 15. október 2004.

Jafnlaunavottun Learncove