Nýráðinn íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir, hefur hafið störf.
Fyrst um sinn verður hún í 65% starfi á móti starfi sínu sem kennari við Barnaskóla Vestmannaeyja. Ólöf mun í fyrstu hafa aðsetur í Ráðhúsi Vestmannaeyja og liggja upplýsingar um viðve
Fyrst um sinn verður hún í 65% starfi á móti starfi sínu sem kennari við Barnaskóla Vestmannaeyja. Ólöf mun í fyrstu hafa aðsetur í Ráðhúsi Vestmannaeyja og liggja upplýsingar um viðverutíma hennar frammi hjá þjónustufulltrúum Ráðhússins. Er fram líða stundir mun hún hafa fast aðsetur í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyjabæjar jafnframt sem hún verður með aðstöðu í Ráðhúsinu.
Við hjá fræðslu og menningarsviði bjóðum hana velkomna til starfa og bætist okkur góður liðsmaður í hóp þeirra sem fyrir eru á Fræðslumiðstöð Vestmannaeyjabæjar. Um leið þökkum við fráfarandi íþróttafulltrúa, Guðmundi Þ.B.Ólafssyni, vel unnin störf, en hann hefur nú horfið til annarra starfa innan bæjargeirans.
Andrés Sigurvinsson, framkvæmdastjóri.