Nýmæli í stjórnun sveitarfélaga.
Afhending viðurkenninga til framsækinna sveitarfélaga um nýmæli í stjórnun. Viðurkenningu fengu Akureyri, Hafnarfjörður,Blönduós, Garðabær, Reykjanesbær og Vatnsleysustrandarhreppur.
Einkar fróðleg og lærdómsrík ráðstefna á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um nýmæli í stjórnun sveitarfélaga var haldin föstudaginn 1. apríl 2005 á Hótel Loftleiðum undir yfirskriftinni "Hvernig geta sveitarfélög náð betri árangri með nýjum aðferðum?? Hvet menn til að kynna sér erindin sem hafa öll verið sett á net Sambandsins og hægt að nálgast hér fyrir neðan.
Ráðstefnustjóri: Björk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, stjórnarmaður í Sambandi íslenskra sveitarfélaga og formaður þróunarnefndar.
Ráðstefnunni var skipt í III hluta.
I. hluti: Könnun á nýmælum sveitarfélaga og viðurkenningar til framsækinna sveitarfélaga
Nýmælakönnun og niðurstöður hennar - Hvernig framsækin sveitarfélög voru valin og framhald slíks vals -Gagnabanki um þróunarverkefni sveitarfélaga. Anna Guðrún Björnsdóttir, sviðsstjóri þróunar- og alþjóðasviðs.
Formaður sambandsins, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, afhendir framsæknum sveitarfélögum viðurkenningar.
II. hluti:.Markmið, innleiðing og ávinningur stjórnkerfisbreytinga í sveitarfélögum
Dreifstýring á Akureyri - Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri
- Teymisstjórnun í Hafnarfirði - Lúðvík Geirsson bæjarstjóri.
- Stjórnkerfisbreytingar hjá Reykjavíkurborg - Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri.
- Lárétt stjórnskipulag og árangurseiningar í norskum sveitarfélögum -Anna Guðrún Björnsdóttir sviðsstjóri þróunar- og alþjóðasviðs.
Fyrirspurnir og umræður undir stjórn Róberts Ragnarssonar, stjórnmálafræðings og verkefnisstjóra.
III. hluti: Markmið, innleiðing og ávinningur árangursstjórnunar í sveitarfélögum
- Þátttaka Reykjanesbæjar í samanburðar- og frammistöðumati ("Bertelsmannsprófi?) með vinabæjum sínum - Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.
- Notkun samhæfðs árangursmats ("Balanced Scorecard?) í Vatnsleysustrandarheppi - Jóhanna Reynisdóttur sveitarstjóri.
- Notkun sjálfmats (CAF-líkanið) og líkans til greiningar á viðhorfum starfsmanna við stefnumótun og árangursstjórnun hjá Hafnarfjarðarbæ - Steinunn Ketilsdóttir, ráðgjafi hjá Intellecta.
- Notkun árangurs- og frammistöðulíkana í sveitarfélögum og til samanburðar milli sveitarfélaga - Garðar Jónsson, framkvæmdastjóri Glax-viðskiptaráðgjafar.
- CitiStat árangursstjórnun í Baltimore, Bandaríkjunum en Baltimore hlaut 2004 verðlaun "Kennedy School of Government? við Harvardháskóla fyrir nýsköpun í bandarískri stjórnsýslu - Christopher Thomaskutty, CitiStat´s Deputy Director.
Fyrirspurnir og umræður undir stjórn Kristínar A. Árnadóttur, skrifstofustjóra borgarstjóra og nefndarmanns í þróunarnefnd sambandsins
IV. hluti: Samstarf sveitarfélaga um verkfæri til að mæla árangur og bera saman árangur - Framtíðarsýn
- Upplýsingaveita sveitarfélaga - Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs sambandsins.
Fyrirspurnir og umræður undir stjórn Sigríðar Stefánsdóttur, markaðs- og kynningarstjóra Akureyrarbæjar og nefndarmanns í þróunarnefnd sambandsins, og með þátttöku Gunnlaugs Júlíussonar, Jóhönnu Reynisdóttur, Garðars Jónssonar, Steinunnar Ketilsdóttur, og Árna Sigfússonar.
Andrés Sigurvinsson ,framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs Vestmannaeyjabæjar.