9. nóvember 2004

Nótt Safnanna - Laugardaginn 13. nóvember

Uppfærð Dagskrá sem hér segir: Á Bókasafni Vestmannaeyja er Norræna bókasafnsvikan frá 8. nóv. til 14. nóv. og tengist Nótt safnanna því. Kl. 14.00 á laugardeginu

Uppfærð Dagskrá sem hér segir:

Á Bókasafni Vestmannaeyja er Norræna bókasafnsvikan frá 8. nóv. til 14. nóv. og tengist Nótt safnanna því.

Kl. 14.00 á laugardeginum verður sérstök dagskrá í Bókasafninu þar sem Skólalúðrasveitin mun leika, Árni Johnsen mun lesa upp úr væntanlegri bók og Úlfar Þormóðsson les upp úr nýútkominni bók sinni.

Norræni skjaladagurinn er þennan dag og af því tilefni verður sýning frá Héraðsskjalasafni Vestmannaeyja í anddyri Safnahúss.  Þema sýningarinnar er árið 1974.

Á Listasafni Vestmannaeyja verður síðasta sýningarhelgi á verkum Júlíönu Sveinsdóttur.

Kl. 16.30 Helgistund í Stafkirkjunni,  Séra Þorvaldur Víðisson.   

Kl. 17.00 Í ljósaskiptunum á  Skanssvæðinu. Arnar Sigurmundsson segir frá atburðum og mannvirkjum sem tengjast Skanssvæðinu.

Félagar úr Lúðrasveit Vestmannaeyja sjá um undirleik.   

Kaffi Skans verður einnig opið þennan eftirmiðdag.

Kl. 20.00 Sögur og tónlist úr gosinu á  Byggðasafninu, þar sem nú er risið tilkomumikið eldfjall!   Andrés Sigmundsson rifjar upp viðburði  frá því í gosinu og Sæþór Vidó rifjar upp "topp 10? gosársins; er ekki langt síðan menn heyrðu Þjóðhátíðarlagið 1973 ?

Kl. 21.00 í Júlíukrónni (krónni hans Emils Andersen) mun Sigurgeir Jónsson verða með sagnaþátt af Bjarnhéðni Elíassyni.

Kl. 22.00 verður dagskrá í Náttúrugripasafninu þar sem Ingvar Sigurðsson verður með erindi og myndasýningu frá Suðurskautslandinu.

Kl. 23.00 Í Gamla Áhaldahúsinu.  Sýning Ljósmyndasafns Vestmannaeyja á einstæðum ljósmyndum Kjartans Guðmundssonar af Kötlugosinu 1918, myndum sem aldrei hafa áður verið sýndar. 

Kl. 23.00 Í Gamla Áhaldahúsinu verður einnig á sama tíma jazztríó Stolza & co sem mun flytja blandað jassefni, bæði frá gamla swingtímanum og frá bebop tímabilinu. Hljómsveitina skipa Erik Qvick trommur, Ólafur Stolzenwald kontrabassa, og Andrés Þór Gunnlaugsson gítar.  Veitingar verða á staðnum.

Allir hvattir til að mæta  !!!

Nánari upplýsingar: Kristín Jóhannsdóttir, markaðsfulltrúi Vestmannaeyja

kristinj@vestmannaeyjar.is  // eða 481 3555   

Jafnlaunavottun Learncove