"Nótt Safnanna" í Eyjum 13. nóvember
Ákveðið hefur verið að halda í Vestmannaeyjum Kvöld eða Nótt Safnanna, 13. nóvember n.k. Fyrirmyndin er tekin frá Berlín og Frankfurt þar sem "The night of the museum? er meðal vinsælustu viðburða ársins. Það er upplagt að Vestmannaeyjar verði fyrsta bæjarfélag á Íslandi til að halda þennan menningarviðburð. Á Nótt Safnanna verða öll söfn bæjarins sem og einkasafn Jóels Andersen og Gamla Áhaldahúsið opin frameftir kvöldi og á hverjum stað verður boðið upp á sérstaka dagskrá.
Undirbúningurinn er nú í fullum gangi en meðal þess sem boðið verður uppá eru upplestrar, tónlist, málverka- og ljósmyndasýningar. Stefnt er að því að dagskráin verði nokkurn veginn tilbúin í næstu viku og þá verður strax byrjað að kynna hana innanbæjar sem utan. Það er von okkar að með þessu takist að lyfta fólki aðeins upp þegar skammdegið er að skella á, sem og að gera fólk meðvitaðra um allt það sem söfnin okkar hafa uppá að bjóða.
Kristín Jóhannsdóttir
Markaðsfulltrúi