4. febrúar 2005

North Atlantic Partnership 2005

Fyrirhuguð er viðskiptaferð þann 25. til 31. maí 2005 til Danmerkur.  Haldnir verða viðskiptafundir með ýmsum mikilvægum fyrirtækjum bæði í Álaborg og Kaupmannahöfn.  Nú gefst fyrirtækjum í Vestmannaeyjum ódýrt tæk

Fyrirhuguð er viðskiptaferð þann 25. til 31. maí 2005 til Danmerkur.  Haldnir verða viðskiptafundir með ýmsum mikilvægum fyrirtækjum bæði í Álaborg og Kaupmannahöfn. 

Nú gefst fyrirtækjum í Vestmannaeyjum ódýrt tækifæri á að koma vörum eða þjónustu á framfæri í Danmörku.  Þarna verða einnig viðskiptaaðilar frá Noregi, Færeyjum og Grænlandi.

Nýsköpunarstofa Vestmannaeyja mun sjá um undirbúning fyrir ferðina.  Verkefnið er styrkt af Útflutningsráði Íslands, Aalborg erhvervsraad, Sendiráði Íslands í Danmörku og viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins.

Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér þetta  tækifæri vinsamlegast hafið samband við Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja í síma 4813553 eða á netfangið nyskopun@vestmannaeyjar.is fyrir 28. febrúar 2005

Nýsköpunarstofa mun einnig sjá um kynningu fyrir þá aðila sem ekki komast í þessa ferð en vilja koma sínum vörum eða þjónustu á framfæri, eða ná í viðskiptasambönd.

 

Nýsköpunarstofa Vestmannaeyja


Jafnlaunavottun Learncove