Norræna skólahlaupið 2004
Með norræna skólahlaupinu er leitast við að hvetja nemendur, kennara og annað starfslið skólanna til þess að æfa hlaup og auka við hreyfingu sína. Lögð er áhersla á að kynna nauðsyn þess að hreyfa sig og reyna á líkama sinn á ýmsan hátt og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Keppt er að því fyrst og fremst að sem flestir, helst allir, verði með í hlaupinu í hverjum skóla. Að þessu sinni hlupu allir nemendur fjögurra skóla.
Allir þátttakendur fengu sérstaka viðurkenningu og skólarnir hver fyrir sig viðurkenningarskjal sem Íslenskur mjólkuriðnaður veitti. Umsjón með norræna skólahlaupinu hefur íþrótta- og æskulýðsdeild menntamálaráðuneytis í samvinnu við Íþróttakennarafélag Íslands.
Menntamálaráðuneytið, 7. mars 2005
Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyja.