5. desember 2024

Nóg um að vera í Féló - félagsmiðstöð

Starfið í Féló fór af stað í lok september. Þar er opið starf fyrir alla á aldrinum 10-12 ára, 13-16 ára og nú síðast bættist við opnun fyrir 16-20 ára.

Þátttaka í starfi Féló er ókeypis að langmestu leyti, undantekning er þegar stærri viðburðir eru á vegum t.d. Samfés.

Í Féló fer fram forvarnarstarf ásamt því að efla samskipti og sjálfstæði barna og unglinga. En fyrst og fremst er reynt að hafa allskonar skemmtilegt á dagskrá þegar opið er og er óhætt að segja að brjóstsykursgerðin hafi verið það allra vinsælasta hingað til. En mæting í vetur hefur verið nokkuð góð en það er alltaf pláss fyrir fleiri að koma og kíkja við.

 Þar starfa fimm starfsmenn og eru alltaf a.m.k. tveir á hverri vakt. Opið er tvisvar í viku fyrir 5.-7. bekk, tvisvar til þrisvar fyrir 8.-10. bekk og einu sinni fyrir 16-20 ára, er það alltaf seinni part dags eða á kvöldin. Hægt er að finna upplýsingar um opnunartíma og dagskrá fyrir mánuðinn inn á Facebook og Instagram síðu Féló.  

Í október mættu 510 börn og unglingari til okkar í Féló og í nóvember komu 372. Í desember er margt skemmtilegt á dagskrá og hvetjum við börn og unglinga til að kíkja til okkar.

Að sjálfsögðu er foreldrum alltaf velkomið að kíkja líka við og skoða aðstöðuna.

Féló er staðsett við Strandveg 50 og er gengið inn bakatil.  

Felo-desember-dagskra

Felo124

Felo24


Jafnlaunavottun Learncove