5. desember 2004

Náttúruvernd

Leikskólinn Mánabrekka fær Grænfánann Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra afhenti Grænfánann í leikskólanum Mánabrekku á Seltjarnarnesi við hátíðlega athöfn í morgun. Fáninn mun blakta við hún
Leikskólinn Mánabrekka fær Grænfánann

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra afhenti Grænfánann í leikskólanum Mánabrekku á Seltjarnarnesi við hátíðlega athöfn í morgun. Fáninn mun blakta við hún næstu 2 árin til marks um það hve gott starf fer fram í skólanum á sviði umhverfismála.

Þetta er fjórði leikskólinn sem fær afhentan Grænfána á Íslandi en Grænfánaverkefnið er vistað hjá Landvernd og verkefnisstjóri þess er Sigrún Helgadóttir líffræðingur. 

Dagrún Ársælsdóttir á Mánabrekku sagði að unnið hafi verið að umhverfismálum og umhverfismennt frá stofnun leikskólans árið 1996 og því væri afar kærkomið að fá viðurkenningu fyrir starfið með Grænfánanum og eignast um leið bakhjarl í Grænfánaverkefninu.

Umhverfisráðuneytið óskar Mánabrekku til hamingju með þennan áfanga og vonar að Grænfáninn á Mánabrekku hvetji fleiri skóla til þess að vinna markvisst að umhverfismálum.

Af vef umhverfisráðuneytisins

Fræðslu-og menningarsvið Vestmannaeyja


Jafnlaunavottun Learncove