Námstyrkir vegna fjarnáms.
Umsóknarfrestur rennur út 1. september nk.
Fræðslu- og menningarsvið minnir á að umsóknarfrestur um námsstyrk í fjarnámi rennur út 1. september. Styrkurinn er ætlaður fyrir starfsmenn Vestmannaeyj
Umsóknarfrestur rennur út 1. september nk.
Fræðslu- og menningarsvið minnir á að umsóknarfrestur um námsstyrk í fjarnámi rennur út 1. september. Styrkurinn er ætlaður fyrir starfsmenn Vestmannaeyjabæjar sem stunda a) fjarnám til leikskóla- grunnskóla eða tónlistarkennaraprófs, þroskaþjálfaprófs eða prófs í hjúkrunarfræðum á háskólastigi eða prófs í tómstunda og félagsmálafræðum á háskóalstigi eða b) fjarnám innan fyrrgreindra starfsstétta í viðurkenndu framhaldsnámi á háskólastigi sem nýtist þeim í starfi við stofnanir sem reknar eru af bæjarfélaginu. Sækja þarf um styrkinn fyrir hverja önn og er umsóknarfrestur 1. september á haustönn og 1. janúar á vorönn.
Fræðslu-og menningarsvið