15. febrúar 2005

Námskeið í notkun Tákns með tali;

Eyrún Ísfold Gísladóttir, talmeinafræðingur hélt námskeið á fyrir kennara og starfsfólk leikskólans á Rauðagerði 12. febrúar sl.            

Eyrún Ísfold Gísladóttir, talmeinafræðingur hélt námskeið á fyrir kennara og starfsfólk leikskólans á Rauðagerði 12. febrúar sl.            

Námskeiðið var sett upp með því markmiði að virkja alla kennara og annað starfsfólk leikskólans til að nota tákn með tali (TMT), vegna þess að í leikskólanum eru einstaklingar sem þurfa á því að halda að nota tákn samfara talmáli. Kennari námskeiðsins sá til þess að námskeiðsgestir fengju sem mest út úr námskeiðinu og að vissu leyti var hún að fara yfir efni tveggja námskeiða á þessu eina námskeiði.

Eyrún Í. Gísladóttir talmeinafræðingur kom efni námskeiðsins vel frá sér og var einhugur í hópnum um að námskeiðið hafi verið skemmtilegt, áhugavekjandi, fræðandi og kæmi til með að nýtast öllum vel.

Dagskrá var þannig;

Fyrir hádegi var;

  •       Mál, tal og alhliða boðskipti
  •       Hugmyndafræði að baki TMT
  •       Náttúruleg tákn
  •       TMT og söngvar
  •       Væntingar þátttakenda og þörf, börn, fjölskyldur, leikskóli

Hlé

  •        Innlögn tákna og verklegar æfingar
  •        Persónur, tilfinningar og líðan
  •        Dýr, leikföng, farartæki
  •        Litir, fatnaður
  •        Athafnir daglegs lífs í leikskólanum og heima fyrir
  •        Matur og drykkur
  •        Ýmislegt í umhverfinu

Eftir hádegi var;

  •        Innlögn tákna og verklegar æfingar, framhald
  •        Fyrirmæli
  •        Spurnarorð, tímahugtök, afstöðuhugtök
  •         Innlögn tákna og orðaforði - orðflokkar
  •         Kortalagning á málnotkun barnsins
  •         TMT og myndun setninga - táknun lykilorða
  •         Að auka við málið og útvíkka umræðuefnið
  •         TMT og lestur bóka

Hlé

  •         Notkun TMT í daglegum aðstæðum, námi og leik. Þátttakendur   spreyta sig á notkun TMT. Notuð eru fjölbreytt spil sem efla orðaforða   og setningamyndun og hvetja til spurninga og samræðna
  •  Áleitnar spurningar
  • Samantekt og námskeiðslok

Hópurinn sá fyrir sér að  nemendur leikskólans sem eru heyrandi og eiga ekki við örðuleika í tjáningu að etja  myndu nýta sér táknin og myndu þau virkja þá í máltöku, koma til með að nýta sér ómeðvitað þessi tákn vegna þess að þau eru að mestu leyti náttúruleg. Jafnframt hjálpa táknin einstaklingum við að mynda eðlilegar setningar en það er gert m.a. með svokölluðum taktbrettum og innlögnum á táknum sem tákna m.a. smáorð, atviksorð og afstöðu. 

Hún lagði áherslu á að byrja starx að nota tákn og þá aðallega náttúrulegu táknin. Skipuleggja þarf stundir þar sem markvisst væri stuðst við TMT og láta það eiga sig þess á milli. Smátt og smátt auka við þær stundir sem táknin eru notuð markvisst þannig að með tímanum verði notkun þeirra hluti af tjáningarformi allra í leikskólanum.

Fólk má ekki vera hrætt við að nota hugmyndaflugið ef vissa um rétt tákn er ekki fyrir hendi. Mikilvægast er að hefjast strax handa við að nota táknin og það almennt en ekki bara með börnunum.

Á námskeiðinu var farið í verklegar æfingar sem stuðla að því að framhaldsvinna verður öll auðveldari og skilvísari. Allir einstaklingar tóku þátt í verklegu æfingunum, tveir og tveir til að byrja með en síðan allur hópurinn saman.

Þetta námskeið skilaði sér virkilega til allra og kennarinn sá að þetta fyrirkomulag þ.e. að allir safnist saman af einum skóla, en þó ekki of stór hópur, skilar sér betur og hægt er að skipuleggja námskeiðið með það í huga að taka tillit til aðstæðna, grunnþekkingar og allra þátta þeirra einstaklinga sem taka þátt í námskeiðinu.

Hvetjum við til að allir skólar sem á annað borð nota TMT nýti sér þetta fyrirkomulag.

Helena Jónsdóttir, skólastjóri Rauðagerðis.

Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyja.


Jafnlaunavottun Learncove