25. febrúar 2005

Námskeið í markaðssetningu á þjónustu

4.,5. og 11. mars n.k.  heldur Þórhallur Örn Guðlaugsson lektor  í  Viðskipta- og hagfræði deild Háskóla Íslands í samvinnu við Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja námskeið í markaðssetningu á þjónustu. Námske

4.,5. og 11. mars n.k.  heldur Þórhallur Örn Guðlaugsson lektor  í  Viðskipta- og hagfræði deild Háskóla Íslands í samvinnu við Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja námskeið í markaðssetningu á þjónustu.

Námskeiðið er ætlað stjórnendum, millistjórnendum og markaðsstjórum sem skipuleggja þjónustu í fyrirtæki eða stofnun.  Fjallað verður um markaðsfræðslu þjónustu þar sem lögð er áhersla á þann mun sem er á markaðsfærslu áþreifanlegra vara annars vegar og þjónustu hins vegar.  Lögð er áhersla á þau sérstöku ?vandamál" sem einkenna markaðsfærslu þjónustu og kynntar aðferðir sem eru til þess ætlaðar að fást við þau.  Á námskeiðinu verður jafnframt farið yfir markmið og leiðir til aukinna gæða á framboði í ferðaþjónustu.

Námskeiðsgjald er ekkert og menn eru því hvattir til að notfæra sér þetta einstaka tækifært til að bæta við þekkingu sína á ofangreindu sviði..

Nánari upplýsingar og þátttökutilkynningar eru hjá  Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja (( 481 3553 // 481 3555 ))  

 


Jafnlaunavottun Learncove