Myndlistarakademían
Frá því í haust hefur Fræðslu- og menningarsvið/Listaskólinn verðið í samstafsverkefni við Mynlistarakademínuna. Bjarni Ólafur myndlistarmaður hefur verið með kennslu og námskeið fyrir meðlimi.
Það var gaman að koma niður í Gamla áhaldarhús á dögunum og sjá þennan föngulega hóp bogara við trönurnar og vinna af mikilli nákvæmi með rauð- og svartkrít við að fullkomna kvenmannskroppa sem flestir voru að spreyta sig á sem mótív.
Eins og menn muna stofnuðu nokkrir áhugasamir myndlistaráhugamenn akademíu, en flest hafa þau verið á þeim myndlistarnámskeiðum sem í boði hafa verið sl. ár. Þeir kusu sér sérstaka stjórn, Ásgeir Þorvaldsson, Berg Sigmundsson og Gísla Jónasson. Meðlimi akademíunnar langaði að söðla um og reyna eitthvað nýtt en flestir hafa verið að vinna með vatnsliti og olíu. Bjarni Ólafur fór yfir ýmis grunnatriði varðandi teiknun og nálgun verkefna og nú er hópurinn kominn á fullt skrið með krítina.
Bennó og Steina hafa einnig verið með námskeið það sem af er vetrar og ávallt næg aðsókn.
Vestmannaeyjabær hefur reynt að styðja við bakið á þessum hópum eftir bestu föngum og nemendasýningarnar eru löngu orðin þáttur í menningarlífi okkar Eyjamanna.
Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs Vestmannaeyjabæjar.