Mótmælum aldurskiptingu í grunnskólum Vestmannaeyja
Í gær kom ellefu ára nemandi Barnaskólans og afhenti okkur á fræðslu-og menningarsviði undirskriftalista sem 139 nemendur skólans höfðu skrifað nafn sitt undir. Yfirskriftin er: ?Við undirritaðir nemendur Barnaskóla Vestmannaeyja mótmælum aldursskiptingu í grunnskólum Vestmannaeyja".
Við afhendingu var innt var eftir því hver rökin fyrir mótmælunum væru og kom í ljós að talið var að gallar við slíka aldursskiptingu væru fleiri en kostirnir. Meðal annars hafa nemendur áhyggjur að kennarar verði atvinnulausir ef bekkjardeildum fækkaði. Einnig var það talið galli að geta ekki verið í sama skóla og systkinin. Jafnframt voru vegalendir úr vestur og austurbænum taldar of langar. Krakkar þyrftu að fara fyrr af stað í skólann og labba, eða fara í skólabíl því að það væri svo langt í skólann. Loks var talin meiri hætta á einelti og stríðni þegar hóparnir voru orðnir stórir.
Til upplýsingar; Aldur þeirra nemenda sem skráðu nöfn sín á undirskriftarlistann voru frá 6ára (1 bekkur) og upp í 15 ára (10.bekkur). Nemendur Barnaskólans voru í upphafi skólaárs 439 í 22 bekkjardeildum. Sjá nánar á vef Barnaskólans http://vestmannaeyjar.ismennt.is/ eða Http//www.skolatorg.is/kerfi/barnask-i-vestmannaeyjum/skoli/
Við viljum þakka nemendum áhugann á skólamálum og hvetjum aðra til að láta heyra frá sér og tjá og rökstyðja skoðanir sínar á málefninu. Netfang okkar er skolamal@vestmannaeyjar.is
Andrés Sigurvinsson framkvæmdsstjóri fræðslu-og menningarsviðs