15. september 2004

Mikill áhugi á Brautargengi

Skráningu lauk í gær á námskeiðið Brautargengi sem haldið er á vegum Impru og í samvinnu við Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja.  Alls eru skráðar 36 konur af öllu landinu, á námskeiðið.  Þar af eru 12 þátttakendur úr Vestmannaeyjum.
Skráningu lauk í gær á námskeiðið Brautargengi sem haldið er á vegum Impru og í samvinnu við Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja.  Alls eru skráðar 36 konur af öllu landinu, á námskeiðið.  Þar af eru 12 þátttakendur úr Vestmannaeyjum.
Það virðist því vera mikill áhugi meðal kvenna í Vestmannaeyjum að vinna að eigin viðskiptahugmyndum. 
Af þessu má því álykta að framundan sé mikil gróska í nýsköpun í Vestmannaeyjum og ný fyrirtæki, vörur eða þjónusta muni líta dagsins ljós á næstu misserum í eyjum.
 
Námskeiðið hefst um helgina í nágrenni við Hveragerði, en að öðru leiti mun kennsla fara fram hjá Visku, fræðslu og símenntunarstöð.

Jafnlaunavottun Learncove