20. mars 2023

Mikið búið að gerast í Dagdvölinni

Líf og fjör er ávalt í Dagdvölinni á Hraunbúðum. Handavinnan hefur verið í hámarki að undanförnu. 

Núna nýlega var Dagdvölin að senda frá sér ungbarnateppi, húfur og sokka sem þau ætla að gefa vökudeild: nýbura- og ungbarnagjörgæslu landsspítalans. Margar frábærar handavinnukonur eru í Dagdvölinni og eru þær svo viljugar að gefa af sér í góðgerðarmál. Dagdvölin hefur verið að nýta garn sem þeim hefur verið gefið svo þau eru bæði að endurnýta og gefa af sér í leiðinni sem er frábært. Þau eru einnig byrjuð að vinna að Jól í skókassa og eru sumar byrjaðar að prjóna í kassana. Mikið af frábærum verkefnum eru fram undan og hlökkum til að segja ykkur frá þeim.

Ungbarnateppi


Jafnlaunavottun Learncove