Miðbæjarskipulag
Auglýsing um deiliskipulag í Vestmannaeyjum
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að deiliskipulagsáætlun.
Miðbær Vestmannaeyja, sem afmarkast til suðurs við Hvítingaveg, til norðurs um Strandveg, um Kirkjuveg í austri og Skólavegi í vestri ásamt Reglubraut sem liggur frá Skólavegi til vesturs.
Um er að ræða tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið. Markmið tillögunnar eru m.a. að endurskoða umferðarkerfið, gefa skipulagssvæðinu heildstætt yfirbragð og skapa ramma fyrir nýsköpun í byggingu verslunar- og þjónustuhúsnæðis.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir 43 nýrri íbúð á deiliskipulagssvæðinu og þéttingu á neti göngu- og hjólreiðastíga sem tengir saman byggðarhverfin við þjónustukjarna og útivistarsvæði.
Tillagan verður til sýnis hjá Umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar að Tangagötu 1, 2. hæð og á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar: www.vestmannaeyjar.is, frá 9. júní 2004 til 7. júlí 2004. Nánari upplýsingar veitir Sigurður Smári Benónýsson skipulags- og byggingarfulltrúi Vestmannaeyjabæjar.
Eru þeir sem telja sig hagsmuna eiga að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar.
Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa eigi síðar en kl. 17:00, 21. júlí 2004.
Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast vera samþykkir tillögunni.
Skipulags- og byggingarfulltrúi Vestmannaeyja.
Greinagerð um deiliskipulag miðbæjarins
Kort af miðbæjarskipulagi
SKÝRINGARMYNDIR:
Gönguleiðir, opin svæði og gróðuruppbygging
Kennisneiðingar, einbýlishús, parhús