Menningarhús í Vestmannaeyjum
Skýrsla sem verkefnisstjórn fékk "Sögusmiðjuna" til að vinna.
Skýrslan var unnin af þeim Jóni Jónssyni og Arnari S. Jónssyni, sem reka Sögusmiðjuna. Hún er rúmlega 5o blaðsíðna löng og skiptist upp í þrjá aðalflokka, sem eru; menningarstarf og húsnæði í Eyjum, starfsemi í nýju menningarhúsi og staðsetning væntanlegs menningarhúss. Síðan eru undirflokkar.
Í skýrslunni koma m.a. fram nokkrir valkostir varðandi menningarhús í Vestmannaeyjum. Verkefnisstjórn um byggingu menningarhúss í Vestmannaeyjum mun nú leggjast yfir skýrsluna og ákveða næstu skref.
Eftirtaldir skipa verkefnastjórnina: Andrés Sigmundsson formaður, Bergur E. Ágústsson, Lúðvík Bergvinsson, Guðjón Hjörleifsson, Þorgeir Ólafsson og Sturlaugur Þorsteinsson.
Skýrslan birtist nú í heild sinni á Vestmannaeyjarvefnum www. vestmannaeyjar.is
Andrés Sigmundsson, formaður verkefnisstjórnar.